Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 169
ANDVARI
JARÐNÁND - UPPÞRÁ
167
bögglað roð sem þvælist fyrir þeim, sem varnar þeim máls, og takmarkanir
orðanna hagleg afsökun fyrir eigin hugkvæmdarskorti.
Allir sem eitthvað þekkja til sögu Menntaskólans á Akureyri vita að þar
stendur um nöfn fárra manna jafnmikill ljómi og nafn Pórarins Björnssonar
skólameistara. Ágæti Þórarins sem meistara, fræðara og manns fer síst í
hljóðmæli meðal fyrrum nemenda hans; og það er engin hending að þeir
skuli nú standa fyrir útgáfu á ræðum hans og greinum. Ég er sjálfur of ung-
ur til að minnast Þórarins eða hafa kynnst honum innan veggja gamla
skólahússins okkar þó að ég eigi þar ófá spor síðan, bæði sem nemandi og
kennari. Ég hef einnig lært að taka með fyrirvara allan þann fagurgala sem
hafður er uppi á júbílantakvöldum um horfna lærifeður. Því ætti ég að geta
nálgast ritverk Þórarins að mestu laus við þá glýju er markar sýn allra
gömlu skólasystkinanna í hópi nemenda hans, þeirra sem máltækið segir að
„seint eldist“. Ég rengi ekki þann dóm Gísla Jónssonar að ræður Þórarins á
Sal hafi verið gæddar slíku lífi að það verði vart endurskapað á bók (II,
320), né þá ábendingu Steindórs Steindórssonar að mestu afrek Þórarins
hafi verið „rist inn í fáein hjörtu“ nemenda hans (II, 373). Við vitum öll að
ströng kennsluskylda kurlar tíma margra kennara svo að fáar áþreifanlegar
minjar standa eftir um lífsstarf þeirra - nema þessi ómetanlegi, en jafn-
framt ómælanlegi, fjársjóður í hjörtum nemendanna. Einnig er rétt að hafa
í huga þann eðlilega fyrirvara Hjartar Pálssonar, ritstjóra verksins, að Þór-
arinn leit ekki fyrst og síðast á sig sem rithöfund heldur skólamann (II,
530).
Að þessum varnöglum slegnum hygg ég þó að textinn í Rótum og vœngj-
um þoli vel að vera lesinn, metinn og gagnrýndur á grunni eigin verðleika:
sem hugsýn, sem lífsspeki. Ég get lýst yfir því strax að mér þyki Hjörtur
Pálsson og Hafsteinn Guðmundsson, útlitshönnuður, hafa unnið verk sitt
með miklum sóma. Mér sýnist t.d. sú stefna hafa verið rétt að birta nánast
allt ritað mál sem Þórarinn lét eftir sig fremur en að tína saman einhvers
konar úrval þess, þar sem öllum hefði þótt einhvers vant. Þannig eru í fyrra
bindi Róta og vængja ýmsar ritgerðir frá æskuárum Þórarins, greinar sem
hann ritaði um „hið milda Frakkland“ og skólaár sín þar, kaflinn „Haust
og vor“ með skólasetningar- og skólaslitaræðum, afmælis- og minningarorð
um ýmsa vini og starfsfélaga og ávörp flutt af margs kyns tilefni innan
skólaveggja. í síðara bindinu má finna umfjöllun Þórarins um íslensk og
frönsk skáld og bókmenntir, sýnishorn af þýðingum hans úr frönsku, ræður
frá mannfundum utan skóla, minnispunkta af lausum blöðum og að lokum,
í bókarauka, viðtöl, greinar og eftirmæli um Þórarin. Samtals eru bindin
tvö rúmlega eitt þúsund síður, með nafnaskrá.
Það var fráleitt ætlun mín að skrifa hér hefðbundinn ritdóm um Rœtur
og vængi. Frekar væri að ég freistaði þess í framhaldinu að henda röklegar