Andvari - 01.01.1993, Síða 101
andvari
UM GRÍM THOMSEN OG RAUNSÆIÐ
99
Æðsti prestur raunsæisstefnunnar hérlendis, Gestur Pálsson, hafði átta
árum fyrr ritað dálitla klausu um Grím Thomsen í grein sem nefndist Nýi
skáldskapurinn og fjallaði um höfuðskáld rómantíska tímans á íslandi á 19.
öld. Gestur segir þar: „Grímur Thomsen er einkennilegastur allra íslenskra
skálda, þegar Bólu-Hjálmari er sleppt, og hann hefur fremur öðrum drukk-
ið í sig það, sem sérstaklegt er í sálarlífi þjóðar vorrar, einkum í fornöld.“
Ekki leggur Gestur fornaldardýrkunina Grími til lasts, en velur af smekk-
Vl'si þrjú kvæða hans, sem hann telur framúrskarandi, Goðmund á Glæsi-
völlum, Sonartorrek og Kirkjugarðsvísur. Hann finnur hins vegar að rangri
ljóðstafasetningu Gríms eins og algengt var. Gestur hafði undir höndum
einungis Ijóðmæli Grfms frá 1880, og þegar hann kvartar undan að kvæðin
séu í raun of lítill minnisvarði fyrir jafn einkennilega skáldgáfu, hefur hann
varla órað fyrir hvílíkan bautastein Grímur átti þá eftir að reisa sér í ljóða-
gerð með sögukvæðum sínum.
Sennilegt verður að telja að Þorsteinn Erlingsson hafi þekkt þessa rit-
gerð og jafnvel að einnig hún hafi orðið honum hvatning til að setjast niður
°g rita minningarorð um Grím.
Þess skal getið að þeir Gestur Pálsson voru kunnugir löngu áður en
Gestur ritaði grein sína. Árið 1875 sá Gestur, þá ungur stúdent, um útgáfu
á þýðingu Matthíasar Jochumssonar á Manfreð eftir Byron. Kom hún út í
Kaupmannahöfn ásamt fáeinum þýðingum Matthíasar á Ijóðum Byrons.
Ear varð Gesti heldur á í messunni, því að hann lauk bókinni með þýðingu
Gríms Thomsens á kvæði Byrons, Fall Senakeribs. Matthías brást hinn
versti við og fann útgáfunni allt til foráttu, þýðingu Gríms og aragrúa af
prentvillum. Gestur svaraði honum og játaði mistök sín, en bar í bætifláka
fyrir Grím, sem víst mun hafa glott við tönn. Þegar Gestur sneri heim til ís-
lands með brotin skip, reyndist Grímur honum góður og velviljaður, studdi
hann til starfs sem skrifstofustjóra alþingis, þar sem Gestur starfaði í tvö ár
við góðan orðstír. Ennfremur mælti Grímur með honum til skáldastyrks,
sem átti að verða eins konar launauppbót fyrir vel unnin störf í þágu þings-
ins. Ekki treystu þó þingmenn sér til að hygla slíkum „nihilista“ sem Gest-
Ur var af mörgum talinn. Afturhaldskarlinn á Bessastöðum var einn þeirra
fáu sem þorðu að mæla slíkum bót og þóttist finna hjá honum góðan skáld-
skaparneista.
★
islenskir lærdómsmenn fyrir og eftir miðja 19. öld voru yfirleitt áhangendur
þýskrar heimspeki, sem var að heita mátti einráð í Danmörku og grannríkj-
unum fram eftir öldinni. Ungir danskir lærdómsmenn höfðu setið við fót-
skör Fr. Hegels, en hann var á fyrri árum aldarinnar ókrýndur konungur
Þýsku heimspekinnar, hughyggjunnar. Grímur kynntist þessari stefnu vel á
stúdentsárum sínum og boðskap hennar, en hann vék þó talsvert af þeirri