Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 160

Andvari - 01.01.1993, Page 160
158 KRISTJÁN ÁRNASON ANDVARI kvæðinu og láta ekki fræðimenn eina um hituna. Þessar skýringar höf- undarins ná þó helst til skammt og því full ástæða til að auka við þær að mun eins og þýðandi gerir. Það er til dæmis furðulegt að Eliot skuli hafa láðst að geta Larisch greifynju og æviminninga hennar, þótt í hana sé vitn- að ótæpilega í innganginum - eða þótti það kannski ekki nógu fínt þá að vitna í minningarbækur fremur en í viðtalsbækur nú?6 Eins er nokkuð laus- leg skýringin við línu 360 þar sem einungis er talað um ofskynjanir, en kjarni málsins er sá að hettumaðurinn sem þar er nefndur getur vart verið annar er frelsarinn sjálfur, enda förinni heitið til Emmaus. Þótt þetta komi ekki heldur fram í skýringum Sverris, má um þær segja sem heild að þær séu mjög kærkomin og greinargóð viðbót svo langt sem þær ná - en það má endalaust velta vöngum yfir ýmsum atriðum í textanum. Það má vita- skuld kalla það smásmygli að finna að rithættinum Tiresias og Tereus sem notaður er í stað íslenskulegri orðmynda eins og Tíresías eða Tereifur. En annað atriði og öllu mikilvægara, því það er hvorki meira né minna en sáluhjálparatriði, er rétt að leiðrétta hér, en það er skýring á tilvitnun í Purgatorio Dantes og fjallar um syndarann Piu. Þar segir að umrædd Pia hafi ekki náð „að iðrast fyrir dauðann og dvelst því í hreinsunareldinum“. Þetta er í fullu ósamræmi við guðfræði Dantes þar sem þeir sem ekki ná að iðrast, ekki einu sinni in articulo mortis, lenda því miður á miklu verri stað en í hreinsunareldinum, og það reyndar í vistarveru þar sem eins gott er að láta strax af allri von, - en sem betur fer fyrir Piu var hún ekki meðal þeirra. Það má því segja að Sverrir hafi unnið hið þarfasta og vandaðasta verk með skýringum sínum og eftirmála við Eyðilandið eftir T. S. Eliot og með því stuðlað að nánari kynnum okkar við þetta höfuðskáld hér á landi. En það er vitaskuld meðfylgjandi þýðing hans á verkinu sem hlýtur einkum að teljast til tíðinda og því rétt að gefa nokkurn gaum að. Sverri skortir síst þá kunnáttu í enskri tungu og þann bókmenntalega lærdóm sem til þarf, enda hefur hann töluvert fengist við þýðingar höfuðskálda á enska tungu, allt frá sjálfum Shakespeare til nýrri skálda eins og Pounds og Stevens og öðlast við það dýrmæta kunnáttu og reynslu. Það sem þýðingunni kann að vera áfátt verður því síst af öllu rakið til kunnáttuskorts eða reynsluleysis, en hins vegar geta alltaf komið upp spurningar sem varða mismunandi smekk eða túlkun. Vitaskuld fellur svo góður enskumaður sem Sverrir t.d. ekki í þá gryfju, eins og einn þýðandi á undan honum, að þýða orðið „lilacs“ í annarri línu með „liljur“, en hins vegar má með talsverðum rétti benda á að orðið „grös“ sé þarna fullalmennt og óákveðið, enda bersýnilega valið vegna stuðlanna, þótt þeir standi að vísu í lágkveðum: Apríl er grimmastur mánaða, græðir grös úr dauðri moldinni, hrærir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.