Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 173

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 173
ANDVARI JARÐNÁND - UPPPRÁ 171 ekki skemur en þeir Camus eða Sartre í að setja jafnaðarmerki milli mann- lífs og ábyrgðar: „Að vera ábyrgur er að vera maður“ (I, 255). Þeir sem ekki finna til þeirrar ábyrgðar og axla hana verða mannleysur: lítils metnir „léttúðarmenn“ (1,178). í framhaldinu má svo greina nokkurs konar hvörf frá franskri hugsun til grískrar; því þótt frelsið ljái kostina þá telur Þórarinn það ekki takmark í sjálfu sér heldur aðeins tæki: „Takmarkið er þroskinn.11 Til þess að kostir frelsisins séu nýttir þarf ábyrgðarkennd: „Frelsið eitt elur aðeins los. Frelsi með ábyrgð elur þroska. Og þá er markinu náð“ (1,193). Fyrir Þórarni eru því ábyrgð, þroski og manngildi tengd órjúfanlegum böndum (1,161). Axlaðri ábyrgð fylgir þroski sem aftur er kjarni manngild- isins. Þroskaði maðurinn er „batnandi“ maður (1,186); hann neytir þeirrar orku sem í honum býr til að „realisera“ sjálfan sig og svalar þannig dýpstu löngun manneðlisins (I, 454). Vart verður til þess ætlast af mér að ég ýfist móti þeirri aristótelísku þroskahugsjón sem hér er lifandi komin, enda hef ég skrifað heila bók henni til varnar.6 Þá hef ég einnig áður gert mér mat úr stórkostlegri dæmi- sögu Þórarins af lífsháska hests í Newcastle-höfn og hliðstæðum viðbrögð- um einstaklinga af ólíku þjóðerni við honum (II, 180): sögu sem í einni and- rá bítur bakífiskinn úr siðferðilegri afstæðishyggju.7 En hversu hárbeitt sem dómgreind Þórarins kann að virðast varðandi ýmis lykilatriði siðferðisins, hygg ég að um önnur komist hann því firrst sem sönnu er næst. Ég hef þá einkum í huga greiningu hans á mannlegu eðli, en þar skefur Þórarinn ekki utan af hlutunum: Maðurinn er í innsta eðli sínu „skepna, sem verður að halda í skefjum“ (I, 94). Uppeldið og menningin eiga að stefna að því að „temja villimanninn, sem í oss öllum býr“ (I, 217) og samviskan gegnir lyk- ilhlutverki sem „hamla á villieðli mannsins“ (I, 214). Þroski skynseminnar virðist því einkum í því fólginn að ná að beisla þann villta fola sem náttúr- an ljær okkur öllum í vöggugjöf. Fróðlegt er að velta fyrir sér hvaðan þessar myrku hugmyndir hafa ratað inn í lífssýn Þórarins Björnssonar. Geta má til ýmissa orsaka. í fyrsta lagi lendir hann í útsogi þeirrar bjartsýnisbylgju sem fylgdi upplýsingunni og skildi eftir sig röst allt fram á þessa öld, meðal annars í marxískri sögu- speki. Þar bar hæst hugmyndina um hið náttúrlega góðlyndi mannsins: um litla engilinn innst í okkur öllum, fjötraðan af óhagstæðum ytri aðstæðum sem á endanum grugga göfgi hans. Sigurður Guðmundsson hafði skopast að þessari blámóðu-rómantík með þeim orðum að talsmenn hennar virtust ekki hafa „skoðað heiminn við aðra birtu en gylling kvöldroðans um ís- lenzkan sumaraftan.“8 Þórarinn gengur enn lengra en fyrirrennari hans og boðar hvorki meira né minna en náttúrlega illsku mannsins. Slík öfgaköst eru algeng í hugmyndasögunni: Menn sjást ekki fyrir í ákafa sínum þegar husla á gamlar kreddur. I öðru lagi má ætla að Þórarinn hafi orðið fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.