Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 97

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 97
andvari MANNLÝSINGAR OG MUNNMÆLI 95 Svo lét hún aftur loftslúkuna og fór uppí til sín. Og síðan fóru allir að sofa.“ IV Sé sálmakunnátta þeirra kerlinganna borin saman kemur í ljós að Þuríður er vel heima um hagi í hinni himnesku borg Jerúsalem en Hallbera kann hins vegar fornan katólska jólasálm, In dúlsi júbíló. Halldór Laxness hefur getið þess að amma sín hafi kunnað latínuskotna sálma svo að þá hefur hann líklegast lagt í munn Hallberu. En sálmar Hallberu voru ekki einung- is fornir heldur sumir þrungnir töfrum og einn var aldrei sunginn nema gamla konan þættist nauðbeygð til að hafa hann yfir vegna þess „að allir illir kraftar í jörðu og á væru losnaðir úr viðjum.“ Það varð Sumarhúsum til bjargar að Hallberu gömlu skyldi endast þrek til að syngja allan þennan langa sálm. En enn meira hefur sú kerling mátt á sig leggja „sem kunni Lilju og kvað hana í hverju rökkri“ til að stökkva burtu óhreinum öndum. En enginn lærði kvæðið og lagðist bærinn svo í eyði eftir að kerlingin var öll. Þá var Hallbera jafnvel enn meiri sagnasjór en Þuríður, því að hún kunni ekki einungis sand af draugasögum heldur gat líka sagt frá móðuharðind- um, skipströndum, skrímslum og svo foraðinu Gunnvöru sem myrti fólk og var síðast beinbrotin í sáluhliði við Rauðsmýrarkirkju og limuð að höndum og fótum. Ekki var heldur komið að tómum kofunum hjá ömmu Álfgríms í Brekkukoti í Brekkukotsannál. Hún hafði málshætti á hraðbergi og kunni við hverju atviki kviðling eða vísubrot, ellegar hún fór með part úr sálmi eða vikivaka eða öðrum óútskýrðum fornskáldskap. Halldór lætur gömlu konuna ekki fara með neinar katólskar bænir held- ur þulu um Pétur postula. Hann „er rjóður sem plantinn plómi“ en sú lík- ing kemur fyrir í lítillega breyttri mynd í ástakvæði frá því um aldamótin 1500. Svo fer gamla konan með hendingarnar „fagurt syngur svanurinn / um sumarlanga tíð“ úr Stjúpmóður kvæði þegar Álfgrímur segir henni frá væntanlegum söng dularfulla söngvarans Garðars Hólms af svölum Alþing- ishússins. Skáldskapurinn sem hún fer með og höfundurinn kallar forn- skáldskap er raunar öllu yngri. Samt er hann ekki spánnýr en sagnadansar °g þulur hafa alllengi verið elst af þeim skáldskap sem menn hafa lagt á minnið. Ekki hefur verið dansað eftir sagnadönsum frá því snemma á 18. öld, svo vitað sé með vissu, og nokkrar þulur sem enn gengu í munnmælum á áttunda áratug þessarar aldar eru til í 17. aldar handritum. Katólsku bæn- irnar geta að sjálfsögðu ekki verið yngri en frá því fyrir siðaskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.