Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 165
ANDVARI
TVEIM TUNGUM
163
hefur hann raunar líkt kvæðum Perses við dróttkvæði - við getum rétt
ímyndað okkur hvernig það mundi vera að þýða dróttkvæði. Vissulega er
samlíkingin ekki út í hött, þótt Perse hafi kannski ekki verið hirðskáld
þeirra Briands og Daladiers á sama hátt og Sighvatur og Pórarinn loftunga
voru hirðskáld Ólafs konungs hins digra. En kvæði hans líkjast dróttkvæð-
um að þessu leyti, að hér eru það orðin sjálf sem eru „lífsins forði“, þar
sem allt byggist á býsna langsóttum og torkennilegum myndlíkingum en
framar öllu þó á hljómi orða - en næsta lítið fer fyrir einhverju sem við
gætum kallað „hugsun“ í venjulegum skilningi. Starf þýðandans getur því
ekki verið í því fólgið að koma ákveðinni hugsun svona nokkurn veginn til
skila með eigin orðalagi, heldur hlýtur hann að vera bundinn af því að
flytja orðin sjálf og seið þeirra yfir á sína tungu og vandinn felst þá í að
komast sem næst merkingu orðanna án þess að tónlist kvæðisins sé fórnað.
Sigfús hefur greinilega lagt mikið kapp á að ná sem nákvæmastri þýðingu
og notið þar skáldlegrar hugkvæmni sinnar og næmleika sem og frönsku-
kunnáttu sinnar og annarra sem hann nefnir. En orðin eru, eins og þegar
hefur komið fram, ekki valin einungis með tilliti til merkingar eða myndar
heldur til hljóðtengsla. Gott dæmi um það er eftirfarandi lína:
O, Manieur des aigles par leurs angles, et Nourrisseur des filles Ies plus aigres sous la
plume de Fer
sem er í íslensku þýðingunni:
Ó, Temjari, þú sem stýrir örnum á hornunum, og þú, Fóstri hinna bitrustu stúlkna
undir járnfiðri!
Seiður þessara lína byggist minna á hinum vægast sagt óljósu myndum en á
hljóðtengslum orðanna aigles, angles og aigres og svo vill vel til að eitthvað
samsvarandi kemur fram á íslenskunni, og það raunar eitthvað sem minnir
einmitt á dróttkvæði, eða „örnum á hornunum“ eða „Fóstri. . . bitrustu
stúlkna“. Af öðrum listbrögðum Ijóðmáls sem setja svip á kvæðið má eink-
um nefna endurtekningar og hliðstæður, sem ljá því yfirbragð heiðinna
særinga á köflum og geta vissulega farið út í öfgar og teygst úr hófi fram,
svo sem í kafla V þar sem í röð kemur hátt á fimmta tug setninga sem allar
byrja á „sá sem“ (celui qui). Rím gegnir einnig nokkru hlutverki, svo sem
því hvernig setningum með orðunum grandeur - splendeur - rumeur - cla-
meur - fureur er beitt líkt og viðlagi. Eftirfarandi línubrot geta gefið hug-
mynd um þessa hluti:
A nulles rives dédiée, á nulles pages confíé. . .
eða