Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 83
ANDVARI
EVRÓPUBANDALAGIÐ
81
nefnd fjórfrelsi EB. í aðildarríkjum EB skal einnig ríkja frjáls og óheft
samkeppni og bann við mismunun á grundvelli þjóðernis.
Þetta síðast nefnda merkir til að mynda að Danir geta ekki látið danska
verkamenn eða dönsk fyrirtæki sitja að verkefnum í Danmörku og hafa
franskir verkamenn og frönsk fyrirtæki þar sama rétt. Er frægt málið þegar
franskt fyrirtæki fékk hnekkt útboði danska ríkisins við byggingu brúarinn-
ar yfír Stórabelti árið 1990.
Endanlegt markmið með stofnun EB er að koma á fót sameinuðu ríki
Evrópu. Þykjast menn geta lesið það þegar úr orðum Rómarsáttmálans. í
einingarlögum Evrópu (Single European Act), sem undirrituð voru hinn
17. febrúar 1986 og eru viðauki við Rómarsáttmálann, var því síðan lýst yfir
að aðildarríki EB stefndu með aukinni samvinnu sinni að því að koma á fót
Evrópusambandi - European Union - án þess ljóst sé hvað í þessum orðum
felst. Ljóst virðist þó að um sé að ræða sambandsríki eða pólitíska ríkis-
heild - political union, politisk union eins og menn segja á ensku og dönsku
~ án þess þó að samband þetta sé skilgreint frekar. En Evrópusamband
framtíðarinnar mun að minnsta kosti hafa sömu eða svipaðar stofnanir og
EB hefur nú: sameiginlegt löggjafarþing, ríkisstjórn (framkvæmdastjórn),
sameiginlegan dómstól (hæstarétt), ríkisbanka og sameiginlegan gjaldmiðil
°g ríkisfána og sameiginlegan þjóðsöng.
Sameinuð Evrópa
Lengi hafa menn látið sig dreyma um sameinaða Evrópu enda þótt hug-
myndirnar sem að baki hafa búið væru ólíkar um margt og af misjöfnum
f°ga. Sagt er að Napóleon mikli [1769-1821], Bismarck [1815-1898] og Adolf
Hitler [1899-1945] hafi allir alið í brjósti draum um sameinaða Evrópu enda
þótt ólíku sé saman að jafna. Sir Winston Churchill [1874-1965] nefndi í
raeðu, er hann hélt hinn 14. maí 1947 í Albert Hall í Lundúnum, að Evrópu-
búar yrðu að hrinda af stað undirbúningi að stofnun bandaríkja Evrópu
sem komandi kynslóðir yrðu síðan að móta.
Lengi virtust stjórnmálamenn í Evrópu þó ekki gera sér ljóst að hverju
stefnt var með EB. Til að mynda virðast breskir stjórnmálamenn ekki hafa
gert sér Ijóst að hverju stefndi. í hvítbók bresku stjórnarinnar frá því í júlí
1971 stendur m.a. að Efnahagsbandalag Evrópu sé ekki sambandsríki og
ekki sé að því stefnt með stofnun bandalagsins að svipta nokkurt ríki neinu
af fullveldi sínu. í ræðu, sem Edward Heath [f. 1916], forsætisráðherra
Ereta, hélt í þinginu 25. febrúar 1970, sagði hann m.a.:
í*að eru engar áætlanir um sambandsríki Evrópu - og það sem meira er: Peir forystu-
^ Andvari