Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 172

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 172
170 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ANDVARI leiðingar hans um hvernig ofsaðning og ofskólun geti orðið að jafnstórum vanda í skólamálum og ófullnægða menntaþráin og heimalningshátturinn var áður: Vandi nútímans er vandi valsins, vandi hinna mörgu möguleika. Aður var það fá- breytnin, sem svæfði hæfileikana, nú er það margbreytnin, sem ærir þá og tætir (I, 242). Hafa ber í huga að þetta er ritað áratugum áður en íslenskir skólamenn tóku að átta sig á því að „samheimskan“ eða „flathyggjan" kynni að verða einn stærsti vágesturinn í skólum: erfiðasti farartálminn á þroskabraut unglinga.4 Og eins og jafnan þegar Þórarinn eygði slíka hindrun þótti hon- um sjálfsagt að gera sitt í ræðustól til þess að nemendur steyttu ekki fót við henni. Það liggur í sjálfu eðli skólaslitaræðu að þar séu ungu fólki lagðar lífs- reglurnar. Meistari í M.A. sem ekki reyndi að ljá nemendum sínum holla heimanfylgju á hinum síðasta samverudegi þeirra brygðist hlutverki sínu. Þórarinn vissi þar hvað til síns friðar heyrði enda hafði hann svarið skólan- um og nemendum hans ævitryggð. Það sem hjá okkur hinum er væntum- þykja í garð skólans var hjá honum fölskvalaus ást. Umhyggja hans fyrir stofnuninni og öllum þegnum hennar endurspeglast hvergi betur en í hin- um föstu haust- og vorræðum. Óhagganleiki köllunar hans og skyldleiki ræðuefnanna eru ekki nema eðlileg orsök og afleiðing. Það var kannski einmitt þessi ríka köllun sem sleit kröftum Þórarins fyrir aldur fram, of- bauð heilsu hans og olli því að hann dó skólanum að lokum - rétt eins og hann hafði lifað honum. 3. Villieðli og sjálfgæsla Vísindin, sem eru lögmálsbundin, ná ekki til þess, sem í eðli sínu er frjálst. Þess vegna verður vandi hins frjálsa manns aldrei leystur endanlega, aldrei með stærðfræðilegri nákvæmni. Hver einstaklingur verður að leysa vandann daglega, við hvert fótmál, svo að segja. I þessu er fólginn mikilleiki mannsins (1,154). Eins og fram kemur í þessum orðum Þórarins, og öðrum sem fyrr hefur verið til vitnað, þá er hann gagntekinn af hugsuninni um frelsi mannsins til að marka sér lífsstefnu, um valið sem hver einstaklingur stendur þannig frammi fyrir og um vandann sem þeirri vegsemd fylgir. Ekki er ólfklegt að hér kenni áhrifa frá hugsun franskra existentíalista, enda var Þórarinn vel heima í bókmenntum og heimspeki „hins milda Frakklands“, jafnt eftir að námsárum hans þar sleppti.5 En frelsinu fylgir ábyrgð og Þórarinn gengur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.