Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 138

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 138
136 HALLA KJARTANSDÓTTIR ANDVARI Hin einstaklingsbundna sögusýn Gunnars virðist sprottin af þeirri sann- færingu að orsaka allrar sögulegrar framvindu sé að leita í mannssálinni og trúarbrögðunum fremur en samfélagsgerðinni eða átökum stéttanna eins og marxistar hafa haldið fram. í hinu mikla riti, Der historische Roman,10 setur marxíski bókmennta- fræðingurinn Georg Lukács fram kenningar sínar um hina sögulegu skáld- sögur og þær kröfur um raunsæi sem hann telur að hún verði að hlíta, auk þess sem hann rekur þróun sögulegrar skáldsagnagerðar í Evrópu og sýnir fram á hvernig hún er háð mismunandi viðhorfum höfunda og þeim menn- ingarstraumum sem ríkja á hverjum tíma. Lukács leggur höfuðáherslu á að sögulegar skáldsögur gefi trúverðuga mynd af þeim samfélagsveruleika sem persónur verksins eru hluti af en telur slíkt einungis mögulegt ef fullt samræmi er á milli persónanna og þess félagslega umhverfis sem þær hrær- ast í. Viðhorf, tilfinningar og öll viðbrögð persónanna verði að vera í sam- ræmi við það samfélag sem þær heyra til; annars verði þær ekki annað en nútímafólk í framandi umhverfi. En að mati Lukácsar er það ekki nóg að verkið lúti þess háttar innra samræmi, heldur verður höfundur þess að hafa mun víðari heildarsýn í anda marxismans og gera sér grein fyrir sögulegri þróun og samhengi fortíðar og nútíðar og túlka söguna í ljósi þess. Og vegna þess að hvers kyns einstaklingsupphafning er í andstöðu við kenn- ingar þeirra Marx og Lukácsar, sem fyrst og fremst líta á manninn sem fé- lagsveru, varar Lukács við þeirri takmörkun á heildarsýn sem hann telur persónusköpun í anda einstaklingshyggju fela í sér. En það er einmitt sú aðferð sem Gunnar Gunnarsson beitir í sinni skáld- sagnagerð því eins og fram hefur komið eru hinar sögulegu skáldsögur Gunnars fyrst og fremst sögur af einstaklingum sem geta með hugsjónum sínum og trú haft framvindu sögunnar á valdi sínu. En þótt þessi einstaklingsbundna sögusýn Gunnars kunni að vera háð þeirri takmörkun á heildarsýn sem Lukács varaði við lýtur hún þó allt öðr- um lögmálum og er langt frá því að vera takmörkuð þegar allt kemur til alls. Sögusýn Gunnars er nefnilega jafnframt megineinkenni hans sem rit- höfundar: að gera sér far um að rýna sífellt í þann kjarna mannlegrar til- veru sem sameinar alla menn á öllum tímum. Og sá kjarni á, að hans mati, rætur í mannssálinni fremur en samfélagsgerðinni. Og sú sögulega heildar- sýn sem birtist í skáldsögum Gunnars er því af allt öðrum rótum en sú sem Lukács á við eins og Kristinn E. Andrésson hefur bent á: . . . Gunnar mótast aldrei af grunnhugtökum framvinduaflanna, hann hugsar í öðrum víddum. Hann sér ekki né skynjar einstaklinginn í breytingarháttum samfélagsins og ekki nema að takmörkuðu leyti sem félagsveru. . ,n. . . Allur grundvöllur í bókum hans er einstaklingurinn innan takmarka fæðingar og dauða, maðurinn einn sér með „rætur í mold og limar í lofti“. . !2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.