Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 138
136
HALLA KJARTANSDÓTTIR
ANDVARI
Hin einstaklingsbundna sögusýn Gunnars virðist sprottin af þeirri sann-
færingu að orsaka allrar sögulegrar framvindu sé að leita í mannssálinni og
trúarbrögðunum fremur en samfélagsgerðinni eða átökum stéttanna eins
og marxistar hafa haldið fram.
í hinu mikla riti, Der historische Roman,10 setur marxíski bókmennta-
fræðingurinn Georg Lukács fram kenningar sínar um hina sögulegu skáld-
sögur og þær kröfur um raunsæi sem hann telur að hún verði að hlíta, auk
þess sem hann rekur þróun sögulegrar skáldsagnagerðar í Evrópu og sýnir
fram á hvernig hún er háð mismunandi viðhorfum höfunda og þeim menn-
ingarstraumum sem ríkja á hverjum tíma. Lukács leggur höfuðáherslu á að
sögulegar skáldsögur gefi trúverðuga mynd af þeim samfélagsveruleika
sem persónur verksins eru hluti af en telur slíkt einungis mögulegt ef fullt
samræmi er á milli persónanna og þess félagslega umhverfis sem þær hrær-
ast í. Viðhorf, tilfinningar og öll viðbrögð persónanna verði að vera í sam-
ræmi við það samfélag sem þær heyra til; annars verði þær ekki annað en
nútímafólk í framandi umhverfi. En að mati Lukácsar er það ekki nóg að
verkið lúti þess háttar innra samræmi, heldur verður höfundur þess að hafa
mun víðari heildarsýn í anda marxismans og gera sér grein fyrir sögulegri
þróun og samhengi fortíðar og nútíðar og túlka söguna í ljósi þess. Og
vegna þess að hvers kyns einstaklingsupphafning er í andstöðu við kenn-
ingar þeirra Marx og Lukácsar, sem fyrst og fremst líta á manninn sem fé-
lagsveru, varar Lukács við þeirri takmörkun á heildarsýn sem hann telur
persónusköpun í anda einstaklingshyggju fela í sér.
En það er einmitt sú aðferð sem Gunnar Gunnarsson beitir í sinni skáld-
sagnagerð því eins og fram hefur komið eru hinar sögulegu skáldsögur
Gunnars fyrst og fremst sögur af einstaklingum sem geta með hugsjónum
sínum og trú haft framvindu sögunnar á valdi sínu.
En þótt þessi einstaklingsbundna sögusýn Gunnars kunni að vera háð
þeirri takmörkun á heildarsýn sem Lukács varaði við lýtur hún þó allt öðr-
um lögmálum og er langt frá því að vera takmörkuð þegar allt kemur til
alls. Sögusýn Gunnars er nefnilega jafnframt megineinkenni hans sem rit-
höfundar: að gera sér far um að rýna sífellt í þann kjarna mannlegrar til-
veru sem sameinar alla menn á öllum tímum. Og sá kjarni á, að hans mati,
rætur í mannssálinni fremur en samfélagsgerðinni. Og sú sögulega heildar-
sýn sem birtist í skáldsögum Gunnars er því af allt öðrum rótum en sú sem
Lukács á við eins og Kristinn E. Andrésson hefur bent á:
. . . Gunnar mótast aldrei af grunnhugtökum framvinduaflanna, hann hugsar í öðrum
víddum. Hann sér ekki né skynjar einstaklinginn í breytingarháttum samfélagsins og
ekki nema að takmörkuðu leyti sem félagsveru. . ,n. . . Allur grundvöllur í bókum
hans er einstaklingurinn innan takmarka fæðingar og dauða, maðurinn einn sér með
„rætur í mold og limar í lofti“. . !2