Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 17

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 17
ANDVARI PÁLMI JÓNSSON 15 og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. Solveig Eggertsdóttir fæddist árið 1869 og ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Mælifelli, enda drukknaði Eggert faðir hennar af haustskipi frá Siglufirði árið 1877, þegar hún var átta ára. Var hann þá á leið til Danmerkur í nám. Solveig var lausaleiksbarn: Faðir hennar var barnungur, sextán ára, þegar hann svaf í sama rúmi og fjörutíu og eins árs vinnukona, Sigurveig Ingimundardóttir frá Þórustöðum í Grímsnesi, með afleiðingum, sem ótal dæmi eru um fyrr og síðar, að barn kom undir. Solveig reyndist móður sinni mjög vel og tók hana til sín á Nautabú. Solveig Eggertsdóttir var myndarkona og svip- hrein, með mikið liðað hár, blá augu og beint nef. Hún var alvöru- gefin og trúrækin. Þótti henni fyrir því, hversu ófús Jón bóndi hennar var til að fara með henni til kirkju á sunnudögum; eftir að þau flutt- ust til sonar síns á Hofi, fór Jón jafnan ríðandi í Lónkot í Sléttuhlíð á messutíma og sat þar að spjalli við bónda, vin sinn, en kom síðan heim hinn kátasti. Þegar hann brá sér á þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1930, var hann þrjá mánuði í ferðinni og mun ekki hafa verið þurrbrjósta allan þann tíma. Jón átti landsfrægan gæðing, Stíganda. Víkur nú sögunni til móðurættar Pálma í Hagkaup. Móðir hans, Sigurlína, fæddist 22. maí 1898, dóttir Björns Bjarnasonar í Brekku hjá Víðimýri og Stefaníu Ólafsdóttur (hún hét Ingibjörg Stefanía, en kallaði sig jafnan síðara nafninu). Sigurlína var fríð sýnum, hávaxin og grannvaxin og skipti aldrei skapi. Var til þess tekið, að hún hækk- aði aldrei róminn. Sagðist hún hafa valið ævi sinni einkunnarorðin: „I rósemi skal yðar styrkur vera.“8 Henni var sérlega lagið að koma málum sínum fram hávaðalaust. Þau hjón, Jón og Sigurlína, voru allólík, en hjónaband þeirra traust og ástríkt. Jón dáði konu sína, enda var hún ætíð tilbúin að bregða fyrir hann skildi, þegar þess þurfti. Sigurlína var gestrisin og gjafmild, dugnaðarkona og afar hagsýn. Hefði hún vafalaust orðið kaupsýslukona, hefði hún fæðst á öðrum stað á öðrum tíma. Móðurfaðir Pálma í Hagkaup, Björn Bjarnason, fæddist árið 1854, en lést árið 1926. Hann var hávaxinn, fremur breiðleitur, grannvax- inn og bláeygur. Hann bjó flest sín búskaparár í Brekku í Víðimýrar- sókn, síðar á Reykjahóli, en loks í Krossanesi í Vallhólmi. Björn var ekki hneigður fyrir búskap, en talinn gáfumaður og vel að sér; hefði hann vafalaust átt að ganga menntaveginn. Hann var vinsæll og vel metinn í sinni sveit. Björn var heilsuveill síðari hluta ævinnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.