Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 17
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
15
og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins.
Solveig Eggertsdóttir fæddist árið 1869 og ólst upp hjá afa sínum og
ömmu á Mælifelli, enda drukknaði Eggert faðir hennar af haustskipi
frá Siglufirði árið 1877, þegar hún var átta ára. Var hann þá á leið til
Danmerkur í nám. Solveig var lausaleiksbarn: Faðir hennar var
barnungur, sextán ára, þegar hann svaf í sama rúmi og fjörutíu og
eins árs vinnukona, Sigurveig Ingimundardóttir frá Þórustöðum í
Grímsnesi, með afleiðingum, sem ótal dæmi eru um fyrr og síðar, að
barn kom undir. Solveig reyndist móður sinni mjög vel og tók hana
til sín á Nautabú. Solveig Eggertsdóttir var myndarkona og svip-
hrein, með mikið liðað hár, blá augu og beint nef. Hún var alvöru-
gefin og trúrækin. Þótti henni fyrir því, hversu ófús Jón bóndi hennar
var til að fara með henni til kirkju á sunnudögum; eftir að þau flutt-
ust til sonar síns á Hofi, fór Jón jafnan ríðandi í Lónkot í Sléttuhlíð á
messutíma og sat þar að spjalli við bónda, vin sinn, en kom síðan
heim hinn kátasti. Þegar hann brá sér á þjóðhátíðina á Þingvöllum
árið 1930, var hann þrjá mánuði í ferðinni og mun ekki hafa verið
þurrbrjósta allan þann tíma. Jón átti landsfrægan gæðing, Stíganda.
Víkur nú sögunni til móðurættar Pálma í Hagkaup. Móðir hans,
Sigurlína, fæddist 22. maí 1898, dóttir Björns Bjarnasonar í Brekku
hjá Víðimýri og Stefaníu Ólafsdóttur (hún hét Ingibjörg Stefanía, en
kallaði sig jafnan síðara nafninu). Sigurlína var fríð sýnum, hávaxin
og grannvaxin og skipti aldrei skapi. Var til þess tekið, að hún hækk-
aði aldrei róminn. Sagðist hún hafa valið ævi sinni einkunnarorðin:
„I rósemi skal yðar styrkur vera.“8 Henni var sérlega lagið að koma
málum sínum fram hávaðalaust. Þau hjón, Jón og Sigurlína, voru
allólík, en hjónaband þeirra traust og ástríkt. Jón dáði konu sína,
enda var hún ætíð tilbúin að bregða fyrir hann skildi, þegar þess
þurfti. Sigurlína var gestrisin og gjafmild, dugnaðarkona og afar
hagsýn. Hefði hún vafalaust orðið kaupsýslukona, hefði hún fæðst á
öðrum stað á öðrum tíma.
Móðurfaðir Pálma í Hagkaup, Björn Bjarnason, fæddist árið 1854,
en lést árið 1926. Hann var hávaxinn, fremur breiðleitur, grannvax-
inn og bláeygur. Hann bjó flest sín búskaparár í Brekku í Víðimýrar-
sókn, síðar á Reykjahóli, en loks í Krossanesi í Vallhólmi. Björn var
ekki hneigður fyrir búskap, en talinn gáfumaður og vel að sér; hefði
hann vafalaust átt að ganga menntaveginn. Hann var vinsæll og vel
metinn í sinni sveit. Björn var heilsuveill síðari hluta ævinnar og