Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 166

Andvari - 01.01.1993, Side 166
164 KRISTJÁN ÁRNASON ANDVARI A méme l’étre, son l’essence, á méme la source, sa naissance. . . Hér er eins og stiginn sé dans, og nú hlýtur að reyna talsvert á þanþol tungu þýðandans að þessu leyti. Ljóðskáld á borð við Saint-John Perse kunna að nýta sér eiginleika síns eigin tungumáls, og í meðförum hans nýt- ur sín léttleiki og fínleiki frönskunnar til fulls. Hér er hætt við að íslenskan reynist þunglamaleg í samanburði, einkum þar sem koma við sögu fallend- ingar og viðskeyttur greinir. Pessa hlýtur einkum að gæta í sambandi við myndhverfingar þar sem eignarfallsliður fylgir, og þá er nokkuð hætt við að þær lengist að mun í íslenskri þýðingu. Þýðanda tekst þó hér að sneiða hjá þessu einfaldlega með því að stilla eignarfallsliðnum fyrir framan svo sem með því að segja t.d. útlegðarsandar (les sables de l’exil), sem hindrar hann ekki í því á sömu síðu að lengja hliðstætt orðasamband les syrtes de l’exil upp í „löngufjörur útlegðarinnar“, eða úr 5 atkvæðum í 9, en það á raunar ekki illa við með tilliti til lengdar fjaranna og þá um leið útlegðarinnar. Það er því óhætt að segja að lesandi geti notið þess að lesa íslensku þýðinguna með tilliti til myndmáls eða hljóms, en hitt er svo annað mál hvort allir láti sér nægja slíkt og hvort einhverjir hefðu ekki gjarna viljað öðlast vitrænan skilning á því sem þar er hermt frá og því gjarna þegið skýringar á þeim sögulegu eða goðsögulegu vísunum sem víða má finna í kvæðunum. Það er alls ekki víst að allir hafi allt á hreinu um t.d. Tárisjöfra, spúsu Cortez, lík- palla Habsborgara, korða Strogoffs, Meyna frá Tóríl og lensur Breda svo dæmi séu tekin. Þýðandi hefur ekki séð ástæðu til slíks, enda er markmið hans af talsvert öðrum toga en að upplýsa menn um goðafræði eða sögu, eða eins og hann segir að hann hafi talið að Perse ætti erindi til íslendinga vegna þess hve mjög hann minnti á fornskáldin. Þessi staðhæfing vekur okkur ekki einung- is til umhugsunar um Perse heldur einnig þá samviskuspurningu hvað forn- skáldin séu okkur eiginlega, þessir furðufuglar, sem lengst af sátu við að hlaða hástemmdu lofi á smákonunga en varð ekki skotaskuld úr að mæla af munni fram, ef marka má sögur, við hinar ólíklegustu aðstæður, svo sem á höggstokknum, með ör í hjartastað eða standandi í eldtun^um logandi húss, hendingar svo flóknar að helst minna á krossgátur. Iþrótt þeirra beindist öll í þá átt að hlaða sem mestum umbúðum utan um tilfinning- ar sínar, öfugt við þau ljóðskáld seinni tíma sem lögðu allt upp úr því að finna sem beinasta leið að hjarta sínu og annarra. Ef til vill getum við líkt Saint-John Perse, sem kvað sína torskildu ljóðabálka meðan Evrópa brann í fullkominni vitfirringu Hitlersstríðsins, við Skarphéðin Njálsson sem kvað í sjálfri Njálsbrennu, „er hyrjar tungur/ heljar váða stefin kváðu“, eitt óskiljanlegasta kvæði tungu vorrar er hefst á orðunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.