Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 105
ANDVARI
UM GRÍM THOMSEN OG RAUNSÆIÐ
103
að bera saman. Frá kynnum þeirra segir Brandes svo í Levned (Endur-
minningum):
„Leikfimi aefði eg hjá Svía, Nycander að nafni, sem hafði komið upp
sænskri leikfimistofu í Kaupmannahöfn.
Hjá honum hitti eg meðal annarra hið kunna skáld og stjórnarerindreka
Grím Thomsen, sem bar legationsráðs nafnbót.
Landar hans voru stoltir af honum. íslenskir stúdentar fullyrtu að hann
ætti tólf mansjettskyrtur, þrenn pör af lakkskóm og hefði legið greifaynju
úti í París. í leikfiminni var Grímur Thomsen djarfmæltur og stundum gróf-
ur í orðum og ábendingum. Reyndar var eg vegna æsku minnar mjög við-
kvæmur og hneykslaðist á ýmsu sem eldri menn hefðu hlýtt á án þess að
blikna eða blána.“
Þetta mun hafa verið skömmu eftir 1860, varla fyrr en 1862, þegar miðað
er við aldur Brandesar, en nafnbót Gríms sem hann tilgreinir, hlaut hann
1860.
Það má teljast undarleg örlagaglettni að hin nafntogaða barnsmóðir
Gríms Thomsens, skáldkonan Magdalene Thoresen (Kragh) hafði allnáið
ástarsamband við Georg Brandes um skeið, þó að aldursmunur þeirra væri
mikill. Þetta má ráða af bréfum sem fóru milli hennar og Brandesar, en
þau er að finna á Ríkisskjalasafninu í Osló. Þar eru geymd 10-15 bréf frá
Brandesi til Magdalene Thoresen. (Skv. upplýsingum frá Öyvind Anker
skjalaverði).
Vera má að Magdalene Thoresen hafi þóst finna hjá Brandesi einhvern
enduróm fyrri daga, meðan á kynnum þeirra Gríms stóð, árin sem Grímur
var að semja ritgerð sína um nýfranska skáldskapinn. Leiðir þeirra Gríms
og Brandesar lágu líka á furðu svipaðan hátt gegnum þýska og franska
heimspeki og skáldskap, þar sem Brandes, baráttumaðurinn fyrir stefnu
raunsæismanna, lauk ferli sínum í nýrómantík og ofurmennisdýrkun, sem
gætti líka hjá Grími, þótt það væri á ólíkum forsendum, enda munu þeir
Grímur og Brandes varla hafa haft mikið veður hvor af öðrum, að minnsta
kosti ekki á síðari árum Gríms, eftir að hann sneri heim til íslands.
Öll þau ár sem Grímur Thomsen dvaldist í Danmörku fékkst hann mikið
við ritstörf. Eftir hann liggja fjölmörg rit og greinar á dönsku, sem eru lítt
þekkt hérlendis, en vöktu oft verulega athygli sem sjá má af dönskum blöð-
um samtímans og stundum nokkurn úlfaþyt. Efni þessara skrifa Gríms eru
1 meginatriðum af tvennum toga: Fyrirferðarmest eru stjórnmálin, en hins
vegar eru þau að drjúgum hluta um bókmenntir, sögu eða heimspeki eins
og það orð var notað og skilið á hans dögum.
Mikil þögn varð um þessi störf Gríms Thomsens eftir að hann hvarf
heim til Islands. Þó má finna undantekningar.
I bókmenntasögu sinni, Illustreret dansk Litteraturhistorie (3. bd. 1924),