Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 52
50
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
deilu.82 Benti Gísli á, að sams konar gleraugu væru seld í venjulegum
búðum í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Hagkaup hefur þrátt fyrir hin
nýju lög haldið áfram að selja lesgleraugu, og hafa sjóntækjafræðing-
ar talið hyggilegast að láta þessa sölu afskiptalausa.
Enn hélt barátta Pálma Jónssonar í Hagkaup við viðskiptatálman-
ir á vegum opinberra eða hálfopinberra samtaka áfram. Árið 1984
höfðu tvö fyrirtæki einkarétt á sölu grænmetis, Grænmetisverslun
ríkisins og Sölufélag garðyrkjumanna. Þá mánuði, sem innlent græn-
meti fékkst ekki, fluttu þessir aðilar inn grænmeti frá útlöndum.
Fannst mörgum sem lítt væri skeytt um gæði eða þjónustu við kaup-
endur. En vorið og sumarið 1984 keyrði um þverbak. Þá flutti Græn-
metisverslun ríkisins inn kartöflur frá Finnlandi, sem voru hálfúldnar
og raunar vart taldar mannamatur. Hafði Samband íslenskra sam-
vinnufélaga selt lambakjöt til Finnlands og fengið fyrir kartöflurnar
og losað sig við þær til Grænmetisverslunarinnar fyrir dágóð um-
boðslaun. Urðu nokkur blaðaskrif í Finnlandi vegna þessa máls.83
Ákvað Hagkaup nú að skora Grænmetisverslun ríkisins á hólm og
hóf sölu á kartöflum, sem það keypti ýmist beint frá bændum eða frá
útlöndum. Hagkaup taldi sig ekki brjóta þau lög, sem kváðu á um
einkarétt Grænmetisverslunar ríkisins til þess að dreifa kartöflum í
verslanir, því að það keypti kartöflurnar beint frá bændum, og bænd-
ur töldust ekki heildsalar. Þyrfti fyrirtækið því ekki leyfi frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins til þess að kaupa kartöflur beint frá ís-
lenskum bændum og ekki heldur frá útlöndum, svo framarlega sem
það seldi kartöflurnar í eigin verslunum, en gerðist ekki heildsali fyr-
ir aðra. Seldi Hagkaup kartöflur sínar 14% ódýrar en Grænmetis-
verslunin.84 Ingi Tryggvason hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins lét
þá skoðun í ljós, að Hagkaup væri með þessari kartöflusölu að fara í
kringum lögin um einkarétt, en ekkert var að gert, þar eð Grænmet-
isverslunin átti sér formælendur fáa.85 Nú var múrinn rofinn, og
skömmu síðar voru Grænmetisverslun ríkisins og Sölufélag garð-
yrkjumanna hvort tveggja lagt niður. Þessum hildarleik lauk, eins og
mörgum öðrum, með sigri Pálma Jónssonar í Hagkaup; tálmunum
var rutt úr vegi fyrir frjálsum viðskiptum.