Andvari - 01.01.1993, Side 137
ANDVARI
í LEIT AÐ EILÍFUM SANNINDUM
135
vantrúar, sem ræður vexti eða visnun, leiðir til lífs eða dauða. Slík er kenningin:
kenning, sem grundvallast á að í norrænum hugarheimi voru örlögin óslitinn dóms-
dagur í sálu mannsins, skapi og blóði: sjálfsdómur, er úr djúpum vitundar einstakl-
ingsins færir heildinni þrotlaust, færir öllu mannkyni fulla vitneskju, án undandráttar
jafnvel leyndustu raka . . . Þarna var og er spurt í djúpin og svarið óbrigðult.8
Örlögin eru þarna ekki skýrð sem utanaðkomandi afl sem ráðskast með líf
einstaklingsins og gerir hann að leiksoppi, heldur er litið á þau sem ein-
hvern kraft er á sér djúpar rætur í sálarlífi og vitund mannsins og ræður
þeirri stefnu sem hann markar með lífi sínu leynt og Ijóst. Og Gunnar teng-
ir ennfremur hið forna orð „sköp“ bæði við það sem orðið skap nær yfir,
þ.e. þau öfl sem ráða í undirdjúpum hugans og stjórna athöfnum og fram-
vindu lífsins, og einnig við orðið sköpun:
Sköpun er - á því villast flestir - aldrei aðeins uppfitjunin ein, heldur jöfnum höndum
og þó miklu fremur áframhaldið; það, sem er að gerast; - það sem vér á hverri stundu
höfum handa á milli. Þessvegna er þáttur hvers einstaks svo viðurhlutamikill. Enginn
veit hvenær einmitt það, sem hann eða hún aðhefst ræður sköpum - langt framyfir
það, sem einstaklingurinn eða umhverfi hans megna að yfirlíta. -
Af slíkri alvöru litu menn eitt sinn á tilveruna hér nyrðra. Svo göfug og um leið
óbrotin, og þó samtímis víðfeðm var norræn lífsskoðun. 9
í sögulegum skáldsögum sínum hefur Gunnar gert þessari lífsskoðun, sem
hann kallar norræna og jafnframt er lífsskoðun hans sjálfs, rækileg skil og
sýnt fram á hvaða aðgerðir einstaklinga réðu sköpum, örlögum íslensku
þjóðarinnar á miklum mótunar- og umbrotatímum í sögu hennar, með
þeirri yfirsýn og þeirri túlkun sem lífsskilningur hans sjálfs er fær um að
gefa.
Gunnar setur ávallt einstaklinginn í þungamiðju atburðanna og það er
afstaða hans sem ræður úrslitum. Þannig eru trúskiptin og átökin í kringum
þau í Hvítakristi aðeins að nokkru leyti skýrð sem afskipti erlends kúgun-
arvalds. Meginátökin eiga sér ekki stað á Alþingi árið 1000, eins og búast
mætti við, því hið raunverulega uppgjör milli heiðni og kristni fer fram
innra með aðalpersónum sögunnar, þeim Svertingi Runúlfssyni og föður
hans Runúlfi í Dal og þeir komast að lokum að sameiginlegri niðurstöðu.*
* í þessu samhengi er freistandi að benda á til samanburðar hvað Gerpla Halldórs Laxness,
sem gerist á sama tíma og Hvítikristur, birtir gjörólíka sögusýn, þar sem hulunni er svipt
af þeirri blekkingu sem hvers kyns hugmyndakerfi búa yfir. Engu að síður má í þessum
ólíku verkum finna sameiginlega þræði, ennfremur ef Jörð er höfð með í samanburðin-
um. Eins og Hvítikristur birtir Gerpla sýn í marga ólíka heima en sýnir jafnframt djúp-
stæðari átök milli ólíkra stétta, viðhorfa og árekstra mismunandi menningarheima. Og
heiðin trú er þar sýnd sem sama villa og blekking og kristin. Þó er í Gerplu að finna
griðastaði fegurðar og jafnvægis ekki ólíka jarðarsamfélagi Gunnars. Það er samfélag
Núítanna og heimur þeirra Þórdísar og Þormóðs þar sem menn una glaðir við sitt og
rækta garðinn sinn og heilbrigð skynsemi, ást og friður ríkir í samskiptum manna.