Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 154

Andvari - 01.01.1993, Page 154
152 KRISTJÁN ÁRNASON ANDVARI menningarlegu tilliti. Þeir, sem hvorki féllu í hít amerískrar lágmenningar né brynjuðu sig gegn nýjungum með þjóðlegheitum og eymennsku, sáu að það var ekki seinna vænna að reyna að ná í skottið á þeirri framúrstefnu eða módernisma sem hafði leikið lausum hala sunnar í álfunni frá því fyrir aldamót og raunar komið talsvert tómahljóð í. En nú tróðu fram á sjónar- sviðið hér á Islandi svonefnd atómskáld eftirstríðsáranna, og í þeirra hópi var enginn maður með mönnum nema hann þekkti svo og svo mikið til El- iots, enda var nafn hans á hvers manns vörum í hópi kaffihúsaspekinga. En atómskáldin virtust hafa á því tröllatrú að eitthvað nýtt og merkilegt væri í aðsigi og að öll viðtekin gildi og lífsviðhorf væru úrelt og mættu fara á haugana eins og hver önnur frumstæð verkfæri og amboð á nýsköpunar- tímum. Þetta gilti ekki síst um þann draug sem þeir nefndu „hið hefð- bundna ljóðform“ og þreyttust ekki á að lýsa „dautt, já steindautt“ eða að minnsta kosti „hrunið“. I stað ljóðabálka með skýrri hugsun eða boðskap og undir sterkri, háttbundinni hrynjandi skyldu koma „hrein“ ljóð undir svonefndu „frjálsu ljóðformi“, sem voru mest í ætt við abstrakt myndlist, ljóð sem „merktu ekkert en voru“ og miðuðu að því að koma laglega hag- orðum framsóknarbændum og forstokkuðum borgurum á óvart með „djörfum“ myndhverfingum og kostulegum uppátækjum, svo sem því að láta „hvítfextar hugsanir“ laumast út um „bakdyr eilífðarinnar“ og öðru í þeim dúr. Þetta kann nú allt að hafa verið gott og blessað og jafnvel bráðnauðsynlegt, en ekki þar með sagt að T. S. Eliot hafi verið skálda best til þess fallinn að vera fánaberi slíks og þvílíks nema síður væri, hvort heldur var niðurrif hins hefðbundna eða trúar á fagra nýja veröld, og ef betur var að gáð var óra- vegur milli þessa afsprengs rótgróins vesturlensks húmanisma og bumbu- slagara formbyltingar í Reykjavík eftirstríðsáranna. í rauninni var hér á ferðinni maður sem stóð föstum fótum í menningarhefð sem náði allt aftur til grárrar forneskju og hafði þá yfirsýn til að bera sem gerði honum kleift að horfast í augu við samtíma sinn í ljósi langrar hefðar. í stað þess að óskapast út af hinu „hefðbundna formi“, talar hann á sína vísu máli hefðar- innar og bundins máls í ritgerðum sínum, þar sem hann segir um hið svo- nefnda frjálsa ljóðform eða „vers libre“ að það sé í rauninni ekki til og eng- in list sé frjáls.1 Eliot hefur reyndar aldrei gefið sig út fyrir að vera frum- herji neins módernisma sem slíks, enda var hann löngu til kominn áður en Eliot kom fram á ritvöllinn, og þó að hann hafi sitthvað lært af stefnum eins og symbólisma þeirra Mallarmés og Laforgues, svo sem það að ljá ein- stökum orðum sem mest vægi og tákngildi, eða myndstefnu eða ímagisma vinar síns Pounds, eða það að láta knappar myndir standa sem mest fyrir sínu, þá má segja að ljóðlist hans hafi að ýmsu leyti þróast í þveröfuga átt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.