Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 160
158
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
kvæðinu og láta ekki fræðimenn eina um hituna. Þessar skýringar höf-
undarins ná þó helst til skammt og því full ástæða til að auka við þær að
mun eins og þýðandi gerir. Það er til dæmis furðulegt að Eliot skuli hafa
láðst að geta Larisch greifynju og æviminninga hennar, þótt í hana sé vitn-
að ótæpilega í innganginum - eða þótti það kannski ekki nógu fínt þá að
vitna í minningarbækur fremur en í viðtalsbækur nú?6 Eins er nokkuð laus-
leg skýringin við línu 360 þar sem einungis er talað um ofskynjanir, en
kjarni málsins er sá að hettumaðurinn sem þar er nefndur getur vart verið
annar er frelsarinn sjálfur, enda förinni heitið til Emmaus. Þótt þetta komi
ekki heldur fram í skýringum Sverris, má um þær segja sem heild að þær
séu mjög kærkomin og greinargóð viðbót svo langt sem þær ná - en það
má endalaust velta vöngum yfir ýmsum atriðum í textanum. Það má vita-
skuld kalla það smásmygli að finna að rithættinum Tiresias og Tereus sem
notaður er í stað íslenskulegri orðmynda eins og Tíresías eða Tereifur. En
annað atriði og öllu mikilvægara, því það er hvorki meira né minna en
sáluhjálparatriði, er rétt að leiðrétta hér, en það er skýring á tilvitnun í
Purgatorio Dantes og fjallar um syndarann Piu. Þar segir að umrædd Pia
hafi ekki náð „að iðrast fyrir dauðann og dvelst því í hreinsunareldinum“.
Þetta er í fullu ósamræmi við guðfræði Dantes þar sem þeir sem ekki ná að
iðrast, ekki einu sinni in articulo mortis, lenda því miður á miklu verri stað en
í hreinsunareldinum, og það reyndar í vistarveru þar sem eins gott er að láta
strax af allri von, - en sem betur fer fyrir Piu var hún ekki meðal þeirra.
Það má því segja að Sverrir hafi unnið hið þarfasta og vandaðasta verk
með skýringum sínum og eftirmála við Eyðilandið eftir T. S. Eliot og með
því stuðlað að nánari kynnum okkar við þetta höfuðskáld hér á landi. En
það er vitaskuld meðfylgjandi þýðing hans á verkinu sem hlýtur einkum að
teljast til tíðinda og því rétt að gefa nokkurn gaum að. Sverri skortir síst þá
kunnáttu í enskri tungu og þann bókmenntalega lærdóm sem til þarf, enda
hefur hann töluvert fengist við þýðingar höfuðskálda á enska tungu, allt frá
sjálfum Shakespeare til nýrri skálda eins og Pounds og Stevens og öðlast
við það dýrmæta kunnáttu og reynslu. Það sem þýðingunni kann að vera
áfátt verður því síst af öllu rakið til kunnáttuskorts eða reynsluleysis, en
hins vegar geta alltaf komið upp spurningar sem varða mismunandi smekk
eða túlkun. Vitaskuld fellur svo góður enskumaður sem Sverrir t.d. ekki í
þá gryfju, eins og einn þýðandi á undan honum, að þýða orðið „lilacs“ í
annarri línu með „liljur“, en hins vegar má með talsverðum rétti benda á
að orðið „grös“ sé þarna fullalmennt og óákveðið, enda bersýnilega valið
vegna stuðlanna, þótt þeir standi að vísu í lágkveðum:
Apríl er grimmastur mánaða, græðir
grös úr dauðri moldinni, hrærir