Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 34

Andvari - 01.01.1993, Page 34
32 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI þá gjarnan gert samninga langt fram í tímann. Árið 1974 var veður slæmt í sykurræktarlöndum, svo að uppskera brást með þeim afleið- ingum, að sykur hækkaði í verði á heimsmarkaði. Innflytjendur drógu hins vegar ekkert úr innflutningi sínum. En næsta sykurupp- skera varð mjög góð, svo að sykur lækkaði aftur í verði á heims- markaði, - nema á íslandi, þar sem Sambandið og innkaupasamband heildsalanna áttu miklar birgðir af dýrum sykri og ætluðu sér að selja hann íslenskum almenningi. Fyrirtækið Kaupgarður sneri sér til Pálma og spurði, hvort Hagkaup vildi vera með í innkaupum á ódýr- um sykri. Pálmi hélt nú það, og fluttu þessi fyrirtæki inn miklar syk- urbirgðir. Þegar Hagkaup auglýsti, að það hefði á boðstólum ódýrasta sykur á landinu, flykktust húsmæður í verslanir þess. „Ég man eftir því í nóvemberlok 1974, að allir skólakrakkarnir, sem venjulega hjálpuðu okkur, voru í prófum,“ segir Magnús Ólafsson, sem þá var fram- kvæmdastjóri Hagkaups.41 „Gífurleg ös var í búðinni, og kaupendur voru flestir konur, sem ég varð að hjálpa við að bera 25 kílóa sykur- sekki út úr búðinni. Ég var auðvitað í terelyne-buxum frá Hagkaup, og eftir heilan dag í ausandi rigningu voru þær orðnar stífar af sykur- leðjunni, sem myndaðist óhjákvæmilega, þegar sykur lak úr sekkj- um.“ Heildsalar sátu eftir með sárt ennið; Sambandið dó hins vegar ekki ráðalaust fremur en fyrri daginn, því að það gat selt kaupfélög- um úti á landi hinar dýru sykurbirgðir sínar; lítil sem engin sam- keppni var víðast í verslun, þar sem kaupfélög störfuðu, svo að íbúar þar urðu að greiða hið háa sykurverð þess. Eftir þetta fór verð á sykri á íslandi eftir heimsmarkaðsverði. „Það er ljóst, að á matvöru, sem flutt er hingað inn, er svonefnt „fixed price“, - við getum kallað það Islandsverð,“ segir kunningi Pálma og sýslungi, Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur. „Þetta tókst Pálma að brjóta niður, það var honum sport að komast fram hjá þeim aðilum, sem bjóða íslands- prísa.“42 Hinn öri vöxtur Hagkaups á árunum eftir 1970 hafði ýmsa óvænta erfiðleika í för með sér. Úrlausnarefnin urðu nú öll önnur en í lítilli búð, þar sem einn maður hafði yfirsýn yfir allt. Einn góðan veðurdag árið 1974 rakst Pálmi á grein í viðskiptatímaritinu Business Manage- ment um breska stofnun, B.E.S.O., British Executives Service Over- seas, sem legði erlendum fyrirtækjum til ráðgjöf um rekstur og stjórnun. Völdust til þessarar þjónustu framkvæmdastjórar á eftir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.