Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 37
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
35
brugðist nógu skjótt við vandræðum og að ný tækifæri voru stundum
ekki gripin. Nú fór vörutalning fram tvisvar á ári, og tók hún ekki
nema einn dag í hvort skipti, vegna þess að Carter hafði komið upp
handhægu talnakerfi. Eftir þetta var rekstrarbókhald líka gert upp
mánaðarlega. Enn fremur taldi Carter, að Hagkaup þyrfti að endur-
bæta verslanir sínar, hækka aðeins á þeim risið. Til dæmis lét hann
raða vörum í hillur, en áður höfðu þær verið geymdar í hrúgum á
borðum eða á brettum. Þjónusta við viðskiptavini batnaði, og tekið
var að leggja áherslu á víðtækara og betra úrval af vörum. íslenskur
smásölumarkaður hafði verið svo vanþróaður, að venjulegir við-
skiptavinir höfðu ekki haft nein ráð til þess að láta í ljós þarfir sínar;
þeir höfðu satt að segja ekki uppgötvað allar þarfir sínar sjálfir. Til
dæmis þekktist vart ferskur hvítlaukur í íslenskum verslunum, og
mikil höft voru á sölu ávaxta og grænmetis. Carter kenndi Hag-
kaupsmönnum að rata hinn gullna meðalveg á milli of mikils og of
lítils vöruúrvals.
Ekki gat hjá því farið, að Stanley Carter furðaði sig á ýmsum höft-
um í verslunarrekstri á íslandi. Útsölur voru til dæmis ekki leyfilegar
nema á tilteknum tímabilum ár hvert; strangar reglur giltu um opn-
unartíma búða til mikils óhagræðis fyrir kaupendur; og margvísleg
vara laut hér hálfgerðri eða algerðri einokun, til dæmis áfengi, tóbak,
gleraugu, lyf og bækur, svo að ekki sé aftur minnst á grænmeti og
ávexti. Um þetta skröfuðu þeir Pálmi saman margan liðlangan dag-
inn og oftast langt fram á kvöld. Carter hafði þann sið að fá sér
hanastél, kokkteil, um sexleytið, að loknu dagsverki, skoskt viskí og
sætan Martini, blandað til helminga. Hann var vanur miðinum, en
oft sveif á félaga hans af þessari sterku blöndu. Carter hafði hins
vegar ekki eins mikinn áhuga á stjórnmálum og Pálmi, og fyrir kom,
þegar Pálmi hafði nýlokið einhverri langri ræðu um íslensk og ensk
stjórnmál, að augnalok Carters sigju aðeins, þótt hann segði á óað-
finnanlegri ensku sinni: „Oh, how interesting!“
Eftir dvöl sína á íslandi árið 1976 heimsótti Stanley Carter Hag-
kaup oft, að minnsta kosti einu sinni á ári, til þess að hafa auga með
rekstrinum og gefa áfram góð ráð. Var hann sannkallaður búðaskelf-
ir; allir flýttu sér að taka til hjá sér, þegar þeir fréttu, að von væri á
honum til íslands; í verslununum gekk hann hratt um gólf eins og
strangasti yfirlæknir að ganga stofugang og hafði þá Pálma, Sigurð
Gísla og aðra framkvæmdastjóra Hagkaups í humátt á eftir sér; fór