Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 16

Andvari - 01.01.1993, Page 16
14 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI um, en bflstjórinn á fremri bílnum nam þá staðar og vatt sér að þeim heldur ófrýnilegur og virtist ætla að láta hendur skipta. Ekki varð það þó úr. „Ég var að vona, að hann færi í Pálma,“ sagði gamli mað- urinn síðar. „Pað hefði verið gaman að sjá!“4 Jón var útsjónarsamur og handlaginn og smiður góður og fékkst enn talsvert við smíðar á efri árum sínum. Hann lést snemma árs 1946 og Solveig, kona hans, nokkrum mánuðum síðar; þá var Pálmi, sonarsonur þeirra, 23 ára. Mikil ætt eríkomin af foreldrum Jóns á Nautabúi, þeim Pétri Pálmasyni í Valadal og Jórunni Hannesdóttur, og er hún kennd við Valadal. Meðal sona þeirra hjóna voru Pálmi Pétursson, kaupmaður á Sauðárkróki, og Hannes bóndi Pétursson á Skíðastöðum, en sonur hans var Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Ann- ar sonur Hannesar bónda Péturssonar var Pétur, faðir Hannesar Pét- urssonar skálds^, og eru þeir Pálmi í Hagkaup og Hannes skáld því fjórmenningar. Pétur Pálmason í Valadal var laginn bóndi, atorku- samur og hagsýnn og starfaði óskiptur að búi sínu. Hann sinnti lítt félagsmálum, en fylgdist vel með. Hann var skapríkur maður og þó óhlutsamur, talinn nokkuð ölkær á yngri árum, hestamaður mikill. Hann var meðalmaður á hæð, en þrekinn og beinasver, heldur fríður í andliti, dökkhærður og jarpskeggjaður, með gráblá augu og snarleg. Hann var nafnkunnur fyrir hreysti sakir og afls.5 Kona Péturs, Jór- unn Hannesdóttir, var dóttir Hannesar Ásmundssonar, sem fæddist árið 1798 á Ytri-Kotum í Norðurárdal og lést árið 1867. Hannes bóndi var sagður séður fjáraflamaður og natinn búmaður. Hann var kvæntur Ingibjörgu Hrólfsdóttur, dóttur Hrólfs bónda Þorsteinsson- ar hins sterka, er Jón Pétursson rakti ættir sínar til hreykinn í bragði, og konu hans, Sigríðar Símonardóttur.6 Jórunnar Hannesdóttur er minnst fyrir það, að hún keypti orgel á bæinn og kenndi börnum sín- um á það. Föðurmóðir Pálma var Solveig Eggertsdóttir. Faðir hennar, Egg- ert, var sonur Jóns Sveinssonar, prests á Mælifelli, en hann var sonur Sveins læknis Pálssonar. Sveinn var tengdasonur Skúla fógeta Magn- ússonar, og hafði Solveig stundum á orði, að sonarsonur sinn, Pálmi, ætti eftir að feta í fótspor Skúla fógeta, forföður síns. Jón prestur Sveinsson á Mælifelli var talinn vel gefinn maður, söngmaður og skáldmæltur.7 Kona hans var Hólmfríður Jónsdóttir, dóttir Jóns prests Þorsteinssonar í Reykjahlíð. Eru margir nafnkunnir íslending- ar af Reykjahlíðarætt, til dæmis Geir Hallgrímsson forsætisráðherra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.