Andvari - 01.01.1993, Síða 139
ANDVARI
í LEIT AÐ EILÍFUM SANNINDUM
137
V
Tilvistarvandinn í víðasta skilningi, sálarlegur og siðrænn vandi manneskj-
unnar, er Gunnari afar hugstæður og birtist þetta í allri persónusköpun
hans, í sögulegum skáldsögum ekki síður en öðrum. Þetta höfundarein-
kenni virðist eiga sér rætur í ríkri trúarþörf skáldsins, sem sýnir sig í við-
leitni hans til að greina í trúarbrögðum sameiginlegan kjarna, sem feli í sér
æðsta sannleik tilverunnar. Og túlkun hans á trúarátökum 10. aldar, eins og
hún birtist í Jörð og Hvítakristi, er sömuleiðis mörkuð þessari viðleitni.
En hún er jafnframt í ætt við það sem Jöran Mjöberg (í riti sínu Dröm-
men om Sagatiden 1. bindi) 13 nefnir „rómantískan synkretisma“, sem er í
stuttu máli kenningin um að hið „besta“ í heiðninni muni hafa runnið sam-
an við kristindóminn og lifað í honum upp frá því. Þetta viðhorf, sem
Mjöberg segir að þýski hugsuðurinn Schelling hafi átt mikinn þátt í að
móta, birtist meðal annars í verkum norrænna 19. aldar höfunda, einkum
hjá þeim Grundtvig, Ling og Almquist.
Hinir rómantísku höfundar 19. aldar ætluðu sér að endurvekja hinn forn-
norræna anda í verkum sínum og í afstöðu þeirra til heiðinnar trúar gætir
töluverðrar upphafningar eins og hjá Gunnari. Mjöberg skiptir raunar af-
stöðu norrænna 19. aldar höfunda til heiðni og kristni í þrjá flokka:
1. Þeir sem upphefja hinn norræna heiðindóm. (Grundtvig og Oehlenschlager).
2. Þeir sem líta á heiðnina sem eins konar forstig kristninnar og kristnina þá ekki
annað en æðra veldi heiðninnar. (Ling, Almquist).
3. Þeir sem leggja mesta áherslu á pólitíska nauðsyn trúboðsins og þess að krist-
indómurinn sigraði. (Haugh)14
Hjá Gunnari Gunnarssyni má greina allt þetta að einhverju marki. í Jörð
ber mest á upphafningu heiðninnar en í Hvítakristi er sigur kristindómsins
bæði sýndur sem pólitísk og trúarleg nauðsyn. Þó skal hér ekkert fullyrt um
áhrif einhverra þessara höfunda á sögulega skáldsagnagerð Gunnars en
hinu er óhætt að halda fram að Gunnar skrifar þessar sögur í sama anda og
þeir - anda hinnar rómantísku fornaldardýrkunar og einstaklingshyggju.
Þeir Jöran Mjöberg og Sveinn Skorri Höskuldsson hafa báðir fullyrt að
hugmyndir Gunnars um siðferði og trú á mótum kristni og heiðni sem birt-
ast í sögulegum skáldsögum hans séu undir augljósum áhrifum kenninga
Vilhelms Grönbechs, sem birtast í fjögurra binda verki hans, Vor folkeæt í
oldtiden.15 Grönbech sér kjarna lífsins og trúarbragðanna endurspeglast í
sál einstaklingsins eins og Gunnar og hjá honum fær hugtakið æra16 mjög
djúplæga merkingu sem er í raun náskyld hugmyndum Gunnars um ör-
lagahugtakið sem fjallað hefur verið um.
En þótt viðleitni Gunnars að leita uppi sameiginlega kjarna trúar-