Andvari - 01.01.1993, Side 128
126
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
ANDVARI
bæst í fylkingu íslenskra skálda, maður með hreina skáldæð í brjósti þótt
skáldskapurinn væri að vísu ekki stórbrotinn. Hvert skáld væri fullsæmt af
kvæðunum Farfuglinn, Vegamót og Þorgeir Ljósvetningagoði. Skáldinu
Þorsteini Erlingssyni þótti hins vegar lítið til bókarinnar koma. Kvenna-
blaðið Framsókn lauk lofsorði á bókina, taldi hana einkennast af hreinum,
óspilltum tilfinningum hins bjartsýna æskumanns. Mannúðarandi gangi
sem rauður þráður gegnum þetta ljóðakver.
í Heimskringlu birtist langloka mikil eftir sýslung Guðmundar, Kristján
Á. Benediktsson. Þótti honum Guðmundur ófrumlegt skáld, þótt ekki
stældi hann að vísu Þorstein Erlingsson, en þess álits mun hafa orðið vart.
Ádeilur láti honum ekki. Sterkustu einkenni bókarinnar séu viðkvæmni og
vinarþel gagnvart lítilmögnum. í þessum sundurleita ritdómi er þó athyglis-
verður spádómur - sá að Guðmundur Magnússon eigi eftir að hneigjast að
sögulegum skáldskap.
Þótt í heild verði ekki annað sagt en Guðmundur mætti sæmilega vel una
við opinberar viðtökur fyrstu bókar sinnar, þótti hins vegar fremur lítið til
hennar koma í átthögum hans og þetta tók hann sér, að sögn Svöfu Þor-
leifsdóttur, afar nærri.
Þegar fram í sótti var Guðmundur hættur að binda vonir við Leikfélag
Reykjavíkur. í bréfi til Valtýs Guðmundssonar frá sumrinu 1901 kveðst
hann hafa sannreynt að kennslustörf láti sér fremur vel. Björn Jónsson rit-
stjóri hafi reynst sér vel og falið sér trúnaðarstörf en sjálfur standi hann
langt að baki öðrum setjurum að flýti og iðni. Setjarastarfið bindi hugann
algerlega ef vel eigi að vera og sinn hugur „hemjist ekki í þeim böndum.“
Af bréfinu er ljóst að ritstjóri Eimreiðarinnar hafði þá þegar falað efni af
Guðmundi í Eimreiðina, sem þá var vettvangur ritfærustu manna þjóðar-
innar. Enda taldi Guðmundur doktor Valtý sýna sér mikla viðurkenningu.
Þetta sama sumar sendi Guðmundur þinginu umsókn um 300 króna
námsstyrk. í umsókninni bendir hann á að sakir fátæktar hafi hann farið
nær algerlega á mis við unglingamenntun og örðug lífskjör fram til þessa
valdið því að sér hafi reynst um megn að bæta úr því. Lýðháskólamennt
eða alþýðukennarapróf, helst erlent, telur hann að mundi gera sér fært að
vinna þjóð sinni gagn. Jafnframt telur hann sig þó hneigðastan til ljóðlistar,
en þar standi menntunarskortur og andlegt þroskaleysi sér fyrir þrifum.
Fjárstyrknum hyggst hann verja til margra hluta - tungumálanáms, náms í
grundvallaratriðum heimspeki og fagurfræði, sögu og náttúrufræði og enn
fleiri greina. Umsókninni fylgdu Íslandsvísur („Eg vil elska mitt land“) til-
einkaðar þingmönnum ásamt nokkrum sýnishornum af þýðingum, bókin
Heima og erlendis ásamt nokkrum ritdómum.
Þessari umsókn hafnaði þingið. En nokkrir þingmanna tóku sig saman -