Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 68

Andvari - 01.01.1993, Side 68
66 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI ríkjanna og ríkisstjórna í Austur-Evrópu og átök víða um heim eiga ekki aðeins rætur að rekja til brenglaðs hagkerfis heldur einnig og ekki síður til þess ófrelsis sem víða ríkir. Upp úr allri þessari ringulreið heimsins vona menn að geti risið alþjóð- legur lífsstíll sem nærist á menningarlegri þjóðernishyggju (Global Lifestyl- es and Cultural Nationalism, John Naisbitt. MEGATRENDS 2000 1990:102). Samvinna þjóða heims frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hef- ur líka borið mikinn árangur, einkum á sviði verslunar og viðskipta, tækni, vísinda og menntunar. Umræða um lýðræði, mannréttindi og menningu þjóða og þjóðarbrota hefur hins vegar fallið í skuggann af efnahagslegum og tæknilegum framförum og árangur á sviði mannréttinda og lýðfrelsis hefur því orðið minni. Hins vegar bendir margt til þess að nauðsynlegt sé að gefa þeim málum meiri gaum ef unnt á að vera að leysa þær deilur og átök sem upp hafa komið víðs vegar um heiminn og þá meðal annars í Evr- ópu. Alþjóðlegar stofnanir Til þess að gefa lesendum örlitla hugmynd um hið víðtæka alþjóðasamstarf sem vaxið hefur úr grasi undanfarin 50 ár, skulu hér tekin fimm dæmi um alþjóðlegar eða fjölþjóðlegar stofnanir enda þótt dæmin um alþjóðastofn- anir skipti mörgum tugum á öllum sviðum þjóðlífsins. Fyrst ber að nefna Sameinuðu þjóðirnar sem stofnaðar voru með sáttmála hinn 26. júní 1945. Öll ríki heims að heita má, hátt á annað hundrað talsins - eru aðilar að SÞ. Markmið SÞ er að varðveita heimsfrið og efla friðsamlega sambúð með þjóðum heims sem byggist á gagnkvæmri virðingu fyrir grundvallarsetning- um jafnréttis og sjálfstjórnar. Innan SÞ eru síðan fjölmargar sjálfstæðar stofnanir sem vinna verkefni á afmörkuðum sviðum. Má þar nefna Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina (World Health Organization, WHO), Barnahjálp SÞ (United Nations Children’s Fund, UNICEF) og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (International Monetary Fund, IMF) sem vinnur að því að efla réttlát og skipuleg gjaldeyrisviðskipti og tryggja efnahagsjafnvægi í heiminum. I öðru lagi má nefna Evrópuráðið (Council of Europe) sem hlaut stofn- skrá sína hinn 5. maí 1949. Flest ríki Evrópu eiga nú aðild að Evrópu- ráðinu. Markmið Evrópuráðsins er að efla samstöðu með aðildarríkjunum í því skyni að vernda og viðhalda hugsjónum og reglum sem eru sameiginleg arfleifð þeirra og stuðla að framförum bæði á sviði efnahagsmála og menn- ingarmála. í þriðja lagi má nefna Norðurlandaráð (Nordisk rád) og Nor-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.