Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 60

Andvari - 01.01.1956, Side 60
56 Lúðvík Kristjánsson ANDVARI sínum þar. Vitanlega urðu orð Jóns þyngst á metum í sam- bandi við þá vistráðningu. Haustið eitir sendir séra Ólafur mági sínum svohljóðandi kveðju: „Með einlægri þakklætistilfinningu minnist ég þinna vel- gjörða við mig að fornu og nú að nýju við son minn Láka, hvað ég allt engan veginn er í standi til að endurgjalda og verð því að gefa þér ávísun til vor herra, sem heitið hefur að láta góðverk ei óendurgoldin“. Sumarið 1860 fór Þorlákur orlofsferð heim til Islands og var nú orðinn námi ríkari, þá er liann ræddi við föður sinn heima á Stað. Hann hyggur, að styttast muni í dvöl sinni hjá grosser Jakohsen, því að hann standi höllum fæti fjárhagslega og kunni að steypa stömpum fyrr en varir. En eigi að síður uggir Þorlákur ekki um sinn hag, ef faðir sinn láti sig hafa 100 ríkisdali. Þegar Þorlákur fer af landi hurt um haustið, hefur hann meðferðis bréf til Jóns frænda síns og inni í því 100 ríkisdala ávísun á Gram kaupmann. En í bréfi þessu segir Staðarprestur: „Bið þig að úthýta honum eftir þörfum þessa peninga, en alls ckki nema hann þurfi þcirra við, og bið þig að hegða þér í þessu eftir kringumstæðum. Ég vil ekki hann hafi peninga milli handa nema til nauðsynlegustu útgifta. Því vil ég þú hafir þessa pen- inga hjá þér. Drengurinn er frí eins og karlinn var, þó hef ég ekki heyrt hann svalli. Nú, þú ferð með þetta eins og þér þykir henta, ennfremur verð ég að biðja þig, ástkæri bróðir, að hjálpa Lálca til að fá vinnu einhvers staðar, ef hann fer frá Jakobsen, livað líklega verður. Gott væri hann kæmist til Norðmanna, því Dani elska ég ekki.“ I febrúarmánuði árið eftir, þ. e. 1861, kvaddi Þorlákur Kaup- mannahöfn svo til að fullu og öllu, en ferðinni var ekki heitið til Noregs, eins og faðir lians hafði imprað á, heldur til Englands. Þar með skipti algjörlega um skeið í lífi Þorláks, og þar með liafði þjóð vor eignazt fyrsta íslenzka fulltrúann í Bretaveldi, er seint og snemma reyndi að kynna á þeirn slóðum aðbúð Dana við oss og hversu horfði baráttu vorri sem nýlenduþjóðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.