Andvari - 01.01.1956, Page 74
70
Lúðvík Kristjánsson
ANDVARI
og hver annar plötuslagari og líklegast væri allt uppspunnið um
skipbrotið. Þá er Þorlákur hafði lesið þessa kveðju, varð honum
að orði: „Góðir eru þeir, en það hafa betri og meiri menn mér
fengið skammir og vanþakklæti hjá þeim (þ. e. íslendingum),
þegar maður lætur sér sem annast (um) að efla þeirra gagn og
hagsmuni.“
Þegar Þorlákur O. Johnson kemur á þær vígstöðvar í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar, sem nú hefur verið lýst, er hann 28
ára gamall. Um mikilvægi þeiiTa verður ekki deilt. Það fer heldur
ekki á milli mála, að hugmyndin að stofnun Þjóðvinafélagsins á
rætur að rekja til ávai'ps Jóns og Þorláks um stofnun þjóðfrelsis-
sjóðs og þjóðfrelsisfélags árið 1866. — Baráttan um efnahags-
og stjórnmál íslendinga verður ekki aðskilin, hvorki í þennan
tíma né annan í sögu þjóðarinnar, og Þorlákur og Jón voru sér
þess vel meðvitandi, það sannar meðal annars efni þeirra hréfa,
sem Þorlákur ritar Jóni árið 1866, en þau eru um 40. Samstarf
Jóns Sigurðssonar og Þorláks O. Johnsons er með eftirtektarverð-
ustu þáttum í sjálfstæðisbaráttu íslendinga á síðari helmingi 19.
aldar. Engum mun geta blandazt hugur um það, þá er öll frurn-
gögn hafa verið könnuð til hlítar og úr þeim unnið.