Andvari - 01.01.1956, Side 23
ANDVARI
Benedikt Sveinsson
19
Landvarnarflokksins, að blaðamenn birtu ávarp til þjóðarinnar,
þar sem þeir freistuðu að fylkja henni um ákveðna meginstefnu
í hinu mikilvæga máli.
Avarp þetta var birt í nóvembermánuði 1906, en stuttu síðar
barst sú fregn frá Danmörku, að væntanleg samninganefnd Dana
°g íslendinga mundi verða þannig skipuð, að í henni ættu sæti
ellefu Danir, en aðeins sjö menn íslenzkir. Þetta vakti mikla
oanægju meðal Landvarnannanna og þótti bera vitni um það,
að enn væru Danir samir við sig, litu niður á íslendinga og
vildu gera hlut þeirra sem auvirðilegastan. Nú var það krafa
Landvamarmanna og fjölmargra annarra, að áður en Alþingi
Lysi fulltrúa íslands í samninganefndina yrði þing rofið og
efnt til nýrra kosninga, svo að þjóðinni gæfist kostur á að velja
ser þingfulltrúa með tilliti til úrlausnar þess stónnáls, sem nú
var á ný á döfinni. En þessu var tekið fjarri af liði stjórnarinnar.
Landvarnarmenn beittu sér þá fyrir því, að ritstjórar þeir, sem
Lirt höfðu ávarpið til þjóðarinnar, boðuðu fulltrúafund á Þing-
velli við Öxará laugardaginn 29. júní 1907, og skyldi hlutverk
lundarins vera ,,að láta uppi og lýsa yfir vilja þjóðarinnar í sjálf-
stasðismáli hennar.“
Þetta fundarboð hlaut hinar beztu undirtektir. Mættu til
lundarins á annað hundrað kjörinna fulltrúa úr öllum kaupstöð-
um landsins og níutíu og níu hreppum, og var Benedikt Sveins-
son kosinn á fundinn bæði af Barðstrendingum og Norður-Þing-
eyingum. En auk fulltrúanna mætti á Þingvelli fjöldi annarra
rnanna, sem brunnu af áhuga á gerðum fundarins.
Fánamálið hafði, þegar hér var komið, verið um skeið mikið
áhugaefni ýmissa Landvamarmanna og þá ekki sízt Einars Bene-
diktssonar, sem lagt hafði til, að fáni íslands yrði hvítur kross í
Fláum feldi. Haustið 1906 kaus Stúdentafélag Reykjavíkur nefnd
til að gera tillögur um gerð íslenzks fána. í nefndina voru kosnir
Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Guðmundur Finn-
Fogason, Magnús Einarsson dýralæknir og Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður. Nefndin skilaði fljótlega tillögum. Hún hafði