Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 92
88
Magnús Már Lárusson
ANDVARI
töku íslendinga. Annars vegar er hin austræna stefna, er ein-
kennist af andstæðunum líf og dauði og þeirri tilhneigingu að
vilja skilgreina, hvað hlutirnir eru, sem oft og tíðum reynist
hættulegt. Upp úr henni verður hin grísk-orþodoksa kirkja til.
Hins vegar er hin vestræna stefna, sem einkennist af andstæð-
unum synd og náð og þeirri tilhneigingu að vilja miða skilgrein-
ingu hlutanna við það, sem þeir eru ekki. Reynist sú stefna
sigursæl mjög vegna varfæmi sinnar og verður að þeirri rómversk-
kaþólsku kristni, er íslendingar á símrrn tíma játuðust undir. En
auðvitað var margt sameiginlegt með stefnum þeim tveimur og
höfðu meðal annars myndazt tvær skoðanir, sem urðu að kenni-
setningum og lögum. Annars vegar, að utan kirkjunnar væri engin
sáluhjálp. Hins vegar, að enginn væri söfnuður nema biskup sé.
Og kemur þetta síðara viðhorf til að móta umræðuefni vort, biskup
og biskupskjör á íslandi.
Hin mikla móðurkirkja færði oss hina almennu menningu
Evrópu og arfleifð fornaldarinnar.
Af nauðsyn hefur meiri hluti presta í hinni fyrstu kristni
vorri verið útlendur eins og trúboðsbiskuparnir, er hingað voru
sendir, því kirkjan varð að hlutast til um það, að söfnuðurinn
gæti talizt fullkominn og hefði sína forsvarsmenn á hverjum
tíma. Oss ber að minnast þessara nafnlausu manna, því hin
sérkennilega íslenzka hámenning miðalda og menning vor í dag
á fyrstu rætur sínar að rekja til starfs þeirra hér.
Hámenningin, er hér skaut upp, er annars vegar runnin al
því bezta, er til var í heiðninni, en hins vegar af því bezta, er
til var í hinni almennu evrópeísku kristni.
En það er eftirtektarvert, að undireins og sú fyrsta kynslóð,
sem fæðist í kristni hér á landi, er komin til manndóms og
þroska, þá er skrefið tekið og ákveðið að fá innlendan mann til
stjómar kirkjunni. Kirkjusaga og kristnisaga vor er um margt
sérkennileg. Ahrifa kirkjunnar gætir svo mjög, að þjóðlífið sjálft
mótast af þeim um tíma. Það er eftirtektarvert, hversu skjótt
tekst að uppræta heiðinn sið, því þótt leitað sé með loganda