Andvari - 01.01.1956, Side 35
andvari
Benedikt Sveinsson
31
manna. Hins vegar samþykkti síðan Alþingi tillögur í málinu,
þar sem að nokkru var farið bil beggja.
Á ríkisráðsfundi í nóvember um haustið fékk Hannes Haf-
stein vilyrði konungs fyrir íslenzkum staðarfána, og lét konungur
í ljós, að hann vænti tillagna frá ráðherra um lögun og lit fán-
ans. Varð þetta til þess, að skipuð var nefnd, sem gera skyldi
tillögur til Alþingis um gerð hins íslenzka fána. Fram að þessu
höfðu allir verið sammála urn bláhvíta fánann, en nú var því
haldið fram, að hann væri of líkur siglingafána Grikkja. Utan-
ríkisráðherra Grikkja lýsti því yfir í bréfi til fánanefndarinnar,
að gríska stjórnin hefði ekkert við það að athuga, þó að íslend-
ingar löggiltu bláhvíta fánann, en Danakonungur reyndist grísk-
ari en Grikkir. Honurn fannst sér bera skylda til að vernda fána
frænda síns, Grikkjakonungs, en sá fáni var nokkru líkari blá-
hvíta fánanum en siglingafáni Grikkja, sem raunar var honum
mjög ólíkur. Þá var það næst á dagskrá, að bláhvíti fáninn væri
°f líkur þjóðfána Svía, en fylgismenn hins íslenzka fána, sem
þegar hafði öðlazt hylli alls almennings í landinu, töldu sannað,
að engin hætta væri á, að þeim yrði ruglað saman, þótt séð
væri úr fjarlægð á höfum úti. Á þingi varð það ofan á, eftir
allmikið þjark, að lagt væri á vald konungs, hvort hann stað-
festi bláhvíta fánann eða aðra gerð, þar sem rauður kross var
settur innan í hinn hvíta. Konungur kaus síðari gerðina, svo sem
menn höfðu raunar búizt við. Ekki tók Benedikt Sveinsson mik-
mn þátt í umræðum um fánamálið á þingi, en hann beitti sér
þeim mun meira utan þingfunda. Var honum ærið óljúf af-
greiðsla málsins, þar sem nægja skyldi staðarfáni í stað siglinga-
fána og það lagt á vald konungi að breyta gerð hans frá þeim
hreina og hugljúfa fána, sem helgaður hafði verið á Lögbergi
þjóðfundarmorguninn 1907 og Einar Benediktsson hafði hyllt
með fánasöngnum Rís }m, unga íslands merki. Þeir Benedikt og
iélagar hans kölluðu rauða krossinn í fánanum glundroðann.
3