Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 35

Andvari - 01.01.1956, Page 35
andvari Benedikt Sveinsson 31 manna. Hins vegar samþykkti síðan Alþingi tillögur í málinu, þar sem að nokkru var farið bil beggja. Á ríkisráðsfundi í nóvember um haustið fékk Hannes Haf- stein vilyrði konungs fyrir íslenzkum staðarfána, og lét konungur í ljós, að hann vænti tillagna frá ráðherra um lögun og lit fán- ans. Varð þetta til þess, að skipuð var nefnd, sem gera skyldi tillögur til Alþingis um gerð hins íslenzka fána. Fram að þessu höfðu allir verið sammála urn bláhvíta fánann, en nú var því haldið fram, að hann væri of líkur siglingafána Grikkja. Utan- ríkisráðherra Grikkja lýsti því yfir í bréfi til fánanefndarinnar, að gríska stjórnin hefði ekkert við það að athuga, þó að íslend- ingar löggiltu bláhvíta fánann, en Danakonungur reyndist grísk- ari en Grikkir. Honurn fannst sér bera skylda til að vernda fána frænda síns, Grikkjakonungs, en sá fáni var nokkru líkari blá- hvíta fánanum en siglingafáni Grikkja, sem raunar var honum mjög ólíkur. Þá var það næst á dagskrá, að bláhvíti fáninn væri °f líkur þjóðfána Svía, en fylgismenn hins íslenzka fána, sem þegar hafði öðlazt hylli alls almennings í landinu, töldu sannað, að engin hætta væri á, að þeim yrði ruglað saman, þótt séð væri úr fjarlægð á höfum úti. Á þingi varð það ofan á, eftir allmikið þjark, að lagt væri á vald konungs, hvort hann stað- festi bláhvíta fánann eða aðra gerð, þar sem rauður kross var settur innan í hinn hvíta. Konungur kaus síðari gerðina, svo sem menn höfðu raunar búizt við. Ekki tók Benedikt Sveinsson mik- mn þátt í umræðum um fánamálið á þingi, en hann beitti sér þeim mun meira utan þingfunda. Var honum ærið óljúf af- greiðsla málsins, þar sem nægja skyldi staðarfáni í stað siglinga- fána og það lagt á vald konungi að breyta gerð hans frá þeim hreina og hugljúfa fána, sem helgaður hafði verið á Lögbergi þjóðfundarmorguninn 1907 og Einar Benediktsson hafði hyllt með fánasöngnum Rís }m, unga íslands merki. Þeir Benedikt og iélagar hans kölluðu rauða krossinn í fánanum glundroðann. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.