Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 26
22 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI Það er svo kunnara en frá þurfi að segja, að Skúli Thorodd- sen skar sig úr hópi nefndarmanna í samráði við Bjama Jónsson frá Vogi og flutti breytingartillögur við fmmvarpið. Danmörk og ísland skyldu samkvæmt frumvarpinu vera í ríkjasambandi, er nefndist veldi Danakonungs, Dönum skyldi óuppsegjanlega heim- ilaður þegnréttur á íslandi og fiskveiðar í landhelgi um áratugi. Islenzk utanríkismál skyldu vera í höndum Dana og danski fán- inn verzlunarfáni íslendinga út á við. 0« dómstjóri hins danska hæstaréttar átti að vera oddamaður, ef Alþingi og ríkisþing Dana greindi á. Þetta voru þeir höfuðgallar, sem urðu til þess, að Skúli skarst úr leik og Bjarni frá Vogi sendi Ingólfi svohljóð- andi skeyti: „Upp með fánann. Ótíðindi!" Bæði danska stjómin og flestir íslendingar munu í fyrstu hafa búizt við því, að meirihluti sambandslaganefndar, sex af sjö, allt áhrifamiklir, virðulegir og reyndir stjórnmálamenn, mundi reynast sigursæll hjá þjóðinni, og þá ekki síður fyrir það, að Jón Jensson yfirdómari, hinn þrautreyndi þjóðréttinda- maður, sem í þann tíð naut mestrar virðingar allra Landvarnar- manna, snerist á sveif með fmmvarpsmönnum. Og í fyrstu var nokkurt hik á ýmsum hinum eldri og reyndari í hópi þeirra rit- stjóra, er stóðu að blaðamannaávarpinu og Þingvallafundinum. En brátt varð það auðsætt, að eldmóður og sannfæringarkraftur andstæðinga fmmvarpsins kveikti elda frá yztu nesjum til innstu dala um land allt, og sú varð fljótlega raunin, að allar gamlar fylkingar riðluðust meira og minna, flokkstengsl rofnuðu og bönd frændsemi, vináttu og persónulegra hagsmuna slitnuðu í svipti- byljum átakanna um frumvarpið. Bjami Jónsson frá Vogi fór hamförum hérað úr héraði í öllum landsfjórðungum, og Bene- dikt Sveinsson, Björn Jónsson, Þorsteinn Erlingsson, Einar Hjör- leifsson og Ari Jónsson fóm víða um byggðir, töluðu við menn og mættu formælendum fmmvarpsins á fundum. Og nú stóðu hlið við hlið blöðin Fjallkonan, Ingólfur, ísafold, Norðurland, Þjóðólfur og Þjóðviljinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.