Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 9
andvari
Benedikt Sveinsson
5
mál, siðferðileg vandamál og skáldskap, skrifuðust á og rökræddu
í bréfum sínum slík viðfangsefni og komu saman á fundi og til
mannfagnaðar, þar sem slík mál voru mjög á dagskrá til úrlausnar
og til fróðleiks og skemmtunar. Þá gerðist það og einnig í þessu
héraði á árum harðinda og Vesturheimsferða, að ýmsir alþýðu-
menn tóku að yrkja ljóð og skrifa skáldsögur meira og minna
með hliðsjón af þeim erlendum bókmenntahreyfingum, sem þá
voru uppi með vestrænum þjóðum, og vöktu sumir athygli al-
þjóðar.
Af þessum þingeyska vettvangi hafa síðan mörg spor legið
að ræðu- og valdastólum rnennta-, stjómar- og viðskiptasetra með
þessari þjóð.
II.
Benedikt Sveinsson fæddist í Húsavík við Skjálfanda 2.
desember árið 1877. Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon,
gestgjafi og söðlasmiður, sem löngum var nefndur Sveinn Vík-
ingur, og kona hans, Kristjana Guðný Sigurðardóttir.
Sveinn var ættaður úr Kelduhverfi, sonur Magnúsar snikk-
ara Gottskálkssonar, hónda og hreppstjóra í Nýjabæ og síðar á
Fjöllum, Pálssonar bónda og hreppstjóra á Gunnarsstöðum í
Þistillirði, Magnússonar. Magnús snikkari lézt rösklega þrítugur,
og var þá Sveinn sonur hans tæpra tveggja mánaða gamall.
Móðir Magnúsar hét Guðlaug Þorkelsdóttir. Þau Gottskálk hrepp-
stjóri áttu fjölda barna. Meðal þeirra voru Guðmundur móður-
faðir Guðmundar skálds Magnússonar (Jóns Trausta), Halldór
bóndi á Kvíslarhóli á Tjörnesi, föðurfaðir Kára alþingismanns
Sigurjónssonar á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, og Erlendur skáld
°g alþingismaður, bóndi í Garði, faðir Jóns Eldons, Valdimars
læknis og þeirra mörgu og gáfuðu systkina. Kona Magnúsar
Gottskálkssonar og amma Benedikts Sveinssonar var Ólöf Bjöms-
dóttir frá Víkingavatni, Þórarinssonar. Bróðir bennar var Þórar-
inn á Víkingavatni, faðir Björns Víkings, föður Þórarins skóla-
nreistara á Akureyri. Bróðir Sveins Víkings var Björn bóndi í