Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 46

Andvari - 01.01.1956, Side 46
42 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI um veitt staðan. — Svo sem sjá má af því, sem hér hefur verið sagt, var Benedikt þaulkunnugur íslenzkum hankaviðskipt- um, þegar hann var skipaður í milliþinganefnd í bankamálum árið 1925. Árið eftir skilaði nefndin áliti og hafði ekki orðið sammála. Var Benedikt Sveinsson einn í minnihluta og skrilaði sérstakt nefndarálit. Aðalatriði ágreiningsins var það, hvort fela skyldi Landsbankanum seðlaútgáfuréttinn eða stolna sérstakan seðlabanka. Benedikt var fylgjandi hinu síðara og barðist einarð- lega fyrir sínum málstað á Alþingi. Tillaga meirihlutans var samþykkt, en eftirtektarvert er það, að allir þeir alþingismenn, sem höfðu haft á hendi bankastjórn, fylgdu Benedikt að málum. Þetta mál hefur nú aftur komið á dagskrá hin síðari árin, og munu margir hallast að svipuðum tillögum og Benedikt i'lutti í bankamálanefndinni. Eftir 1918 tók hin gamla flokkaskipun mjög að riðlast og var á megnustu ringulreið um hríð. Framsóknarflokkurinn efld- ist, og Alþýðuflokknum tók að vaxa fiskur um hrygg. í kosn- ingunum 1923 voru andstæðingar þessara flokka, þar á mcðal þeir, sem voru í Sjálfstæðisflokknum, í lítt skipulegu kosninga- bandalagi, sem kallað var Borgaraflokkurinn, og hlaut það mik- inn meirihluta þingmanna. En þegar til þings kom, tókst ekki þingfulltrúum bandalagsins að sameinast í einn skipulegan flokk. Þá var íhaldsflokkurinn myndaður undir forystu Jóns Þorláks- sonar. Þeir, sem mestu réðu um stofnun flokksins, ákváðu, að Bjarni Jónsson frá Vogi skyldi ekki eiga kost á þátttöku. „Sparn- aður“ v'ar þá slagorðið á vettvangi dagsins, og í kosningaáróðrin- um hafði mjög verið hamrað á eyðslusemi Bjarna frá Vogi. Þegar Alþingi kom saman, lá Benedikt Sveinsson rúmfastur og kom því lítt nærri þeim reipdrætti, sem átti sér stað í sambandi við myndun hins nýja flokks, en liitt var þó öllum vitanlegt, að Benedikt mundi ekki taka þátt í henni, þar sem Bjarna frá Vogi var beinlínis haldið utan við, enda margt í stefnumálum flokks- ins nýja, sem af var slíkur íhaldskeimur, að Benedikt og öðrum gömlum forvígismönnum Sjálfstæðisílokksins var það næsta ógeð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.