Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 54
50
Guðmundur Gíslason Hagalín
andvari
árum sínum, leigði ásamt öðrum manni stofuna hjá frænku sinni.
Þá bjuggu menn þrengra en nú.
Á Skólavörðustíg 11 bjuggu þau Benedikt og Guðrún alla
sína hjúskapartíð — eða rúm fimmtíu ár. Þeim varð sjö bama
auðið. Synir þeirra eru Sveinn framkvæmdastjóri, Pétur banka-
stjóri Landsbankans og Bjarni alþingismaður, en dætur Krist-
jana, sem átti Lárus Blöndal bókavörð og lézt í fyrra frá manni
og börnum, Ragnhildur, dó tvítug, Guðrún, gift Jóhannesi Zoéga
verkfræðingi, og Ólöf, gift Páli Björnssyni stýrimanni.
Frú Guðrún Pétursdóttir er gáfuð kona og mjög vel mennt-
uð, hagvirk, mikilvirk og framtakssöm, gædd óvenjulega styrkri
og þó viðkvæmri skapgerð. Hún sá af einstakri elju, röggsemi
og alúð um heimilið og barnahópinn og var gædd slíkum áhuga
á þeim málum, sem voru hugsjónamál bónda hennar, að hún
fremur hvatti hann en latti — og það á þeim árum, sem ástæður
voru erfiðar, börnin ung og eftirtekjan rýr af störfunum. Frú
Guðrún saumaði sjálf fánann mikla, sem Benedikt Sveinsson bar
á þjóðfundinum á Þingvelli 1907, og vert er að geta þess, að
í hinu sama húsi var fyrsti bláhvíti fáninn saumaður tíu árum
áður. Það gerði eða lét gera Þorhjörg Sveinsdóttir eftir forsögn
Einars Benediktssonar frænda síns, og var fáninn í fyrsta sinn
dreginn að hún af Kvenfélagi íslands á þjóðhátíðardaginn —
2. ágúst — 1897. Frú Guðrún Pétursdóttir taldi ekki eftir sér
að taka á móti þeim mörgu gestum, sem komu til þess að ræða
stjórnmál eða íslenzk fræði við bónda hcnnar, stundum af þörf,
en oft sér til fróðleiks og skemmtunar. Og slíkt hefur verið þrek
frú Guðrúnar, að auk alls þess, sem að hefur kallað heima fyrir,
liefur hún haft forystu um ýmis þau mál, sem varða heimilishagi
og aðstöðu og réttindi kvenna, og enn sinnir hún slíkum málum
komin ofarlega á áttunda tuginn.
O O
Benedikt Sveinsson var mjög skemmtilegur heima fyrir, ró-
legur og laus við smámunasemi. Flann ræddi við börn sín og
hafði lag á að vekja sncmma hjá þeim ást á þjóðlegum fræðum,
las fyrir þau ljóð og l’ornar sögur, skýrði fyrir þeim það, sem