Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 68

Andvari - 01.01.1956, Side 68
64 Lúðvík Kristjánsson ANDVAKI fermt á StaS og var þá moldbylur og frostharka. Þorlákur segir, að allt sé fullt af hafís frá Homströndum aS Langanesi og engin skip hafi komið til Norðurlands það spurzt hafi. Allir, eSa 1 þaS minnsta flestir, eru orðnir heylausir og bjargarlausir, svo nú segir íslendingurinn, að bezt sé að yfirgefa landið og fara til Brasilíu eða eitthvað út í heim. Þorlákur bætir ennfremur við: „Ég kæri mig ekki mikið um hvað þeir hugsa, en nú er annað- hvort að sýna einhverja manndáð ella þá að leggja alveg árar í bát og deyja út af í vesöld og leti, sem er versti galli á löndum, já, sú upphengjandi hölvuð leti er verst, þama drafar í þeim, því svei mér ef þeir sumir nenna að tala. — Nú gengur svo mikil kvefsótt urn land vort, að allar kerlingar og karlar kveðja nú heiminn fyrir fullt og allt, og væri nú óskandi, að allir poka- prestar og ónytjungar færu nú upp af, svo hér yrði allgóð land- hreinsun." Ástæða er til að glöggva sig vel á þeirri mynd, sem Þorlákur bregður upp, í þann mund sem hann er að leggja upp í ferðalag um landið með það tvöfalda markmið í huga að koma á stór- felldum viðskiptum við Breta og að fá íslendinga til að leggjast á eitt um stofnun þjóðfrelsissjóðs og þjóðfrelsisfélags. Daníel Hjaltason gullsmiður, föðurbróðir Ásgeirs konsúls Sig- urðssonar, gerðist meðreiðarmaður Þorláks. Héldu þeir fyrst í Dali og síÖan norður í land og austur, en lengst austur komust þeir að Hallormsstað. Dvaldist Þorlákur þar í þrjá daga í góðu yfirlæti hjá Sigurði presti Gunnarssyni. Þaðan skrifaði Þorlákur séra Einari í Vallanesi 02 Hallvrími O o á Ketilsstöðum, og höfðu þeir samband við ýmsa bændur og stefndu þeir 25 saman til fundar við Þorlák á Hallormsstað. Þá er Þorlákur hafði lokið yfirreið sinni, hafði honum verið lofað 7500 fjár, er flytjast skyldi út lifandi til Bretlands urn haustið. Þorlákur segir, að flestir bændur hafi tekiÖ vel undir við sig um fjársöluna, „en þó eru sumir," eins og hann orðar það, „á þeirri forskrúfuðu meiningu, að þetta verði til að drepa landið, þar sem maturinn sé flultur út, og. ennfremur þyki sumum verðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.