Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 13

Andvari - 01.01.1956, Page 13
andvari Benedikt Sveinsson 9 verið með þeim blæ hefðarmennsku, sem tíðkuð var hjá lieldra fólki í Reykjavík, fjölskyldum embættismanna og helztu kaup- rnanna. Það er Ijóst, að margvíslegra áhrifa hefur gætt á heimili gest- gjafahjónanna. Þar bar margt á góma, forn og þjóðleg fræði og erlendar nýjungar í vísindum, atvinnuvegum og þjóðfélagshátt- um, gömul og hefðbundin viðhorf í andlegum og veraldlegum efnum og nýstárlegar skoðanir. Og þó að oft væri glatt á hjalla, vildi það við brenna, að mönnum rynni kapp í kinn og í odda skærist. Svo misjafnar sem voru skoðanir og viðhorf gesta og vina, hentaði þeim það einkar vel hjónunum, að þau voru bæði gædd meðfæddri háttvísi og lipurð, samfara andlegu sjálfstæði. Þó að þau stýrðu hjá árekstrum, höfðu þau sínar ákveðnu skoð- anir, og í þjóðfrelsismálunum var það stefna Benedikts sýslu- manns, sem átti eindregnu fylgi að fagna á heimilinu. Benedikt Sveinsson þótti snemma mannvænlegur, skýr, at- hugull og skemmtilegur í orði. Hann hafði fljótt yndi af að hlusta á mál þeirra ræðnu og mikilhæfu manna, sem voru gestir foreldra hans, var fróðleiksfús og sérlega nærnur á sögur og vísur. Hann hendi og fljótlega á lofti sérleg orð og talshætti. hfngur fór hann að lesa íslendingasögur og flest það, sem hann í náði af fornum bókmenntum íslendinga, og svaraði hann stund- um gestum föður síns með orðum fornmanna — þeim, sem við attu hverju sinni. Hann lærði kvæði góðskálda og margt lausa- visna. Minnisstæðastir allra hinna eldri manna urðu honum þeir Einar Ásmundsson í Nesi og Benedikt sýslumaður, Einar sakir vitsmuna og persónulegs virðuleika og Benedikt vegna mælsku, skaphita og skörungsskapar. Af hinum yngri mönnum var Einar Benediktsson tíðastur gestur og sá, sem hlaut þegar að vekja sérstaka athygli fyrir sakir fjölhæfra gáfna og glæsileika. Á þess- um árum var hann að byrja að yrkja, fór mjög dult með kveðskap sinn og var í vafa um það, hvort ljóð hans væru nokkurs virði. Gekk hann oft á eintal við Svein Víking og bar undir hann kvæði sín, og má af þessu marka, hve mikils hið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.