Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 78

Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 78
74 Þorkell Jóhannesson andvari þetta leyti og enn lengi síðan, er menn bjnggu í hverfum eða þorpum að fornum germönskum sið. Þessi afbrigði frá fomri venju og rótgróinni verða beint rakin til þess, að hér var í upp- hafi landrými nóg og auðnytjað, og atvinnuhættir, sem hér sköp- uðust, ærið frábrugðnir því, sem gerðist í hinum fyrri heimkynn- um landnemanna. Akuryrkja varð hér aldrei mikils háttar, en skógar auðveldir til ruðnings, grasrækt hæg og graslendi nóg til beitar og fóðurs. Kvikfjárræktin, sem hér varð höfuðatvinna manna, var landfrek, og hentaði henni vel strjálbýli, en þétt- býli miklu síður. Svo segir Ari hinn fróði Þorgilsson í Islendingabók sinni, að á sex tugum vetra yrði ísland albyggt, svo að eigi yrði meira síðar. Nú er ekkert efamál, að bæði hafi fjölgað býlum og fólki í landinu frá því um 930 og fram um daga Ara fróða, og hlýtur honum að hafa verið kunnugt um þetta. Albyggt í frá- sögn hans getur því ekki átt við þetta tvennt, sem annars lægi nærri að ætla, og má ekki skiljast frekar en svo, að þá, í lok landnámsaldar, hafi allt hið byggilega land numið verið og þannig með nokkrum hætti byggt. Þessi mikla útþensla byggðar- innar í svo fámennu landi sem ísland var þá og enn verður að vikið, verður helzt skýrð með því, að menn hafi í lengstu lög kosið að byggja þar, sem sízt var við aðra menn að metast um leyfi. Má og ætla, að eins og gróðri landsins var farið í þá daga, hafi víða verið fýsilegt að byggja, jafnvel langt til heiða og fjalla, meðan reynslu skorti um það, hversu veðurfari og snjóalögum hagaði, og svo hitt, hversu þollítill gróðurinn er í slíkum stöðum, er hann sætir langvarandi ágangi af völdum manna og búpenings. Um fólksfjölda hér á landi í lok landnámsaldar verður reyndar ekki vitað með neinni vissu. En hafa má það fyrir satt, að á þessum tíma hafi fólki fjölgað mjög ört, svo sem jafnan verður í nýbyggð, þar sem hvergi þrengir að um þá hluti, er til framfærslu mönnum eru, og ekki hnekkja skæðar sóttir eða áföll önnur. Dæmi úr nýlendusögu síðari alda sanna þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.