Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 28

Andvari - 01.01.1948, Page 28
24 Þorkell Jóhannesson ANDVÁRl að vera útálátið, svo oss er ætlað að vera saltið. Hálfgert mat- arkyns virðist þessi framtíðarhugsjón vera og þó ekki af kostulegustu réttunum. Eða erum vér búin að gleyma vatns- grautarsultinum, sem afar og ömmur vorar sögðu svo dæma- vel frá? Og hrörleg verður sú menning, sem alin verður á þeirri fæðu. — En sé það framtíð vor að verða að salti -— eins konar frú Lot — er mér sama, hvort það salt lendir í pottinum eða hlóðunuin. Framtíðin er þá engin og betri alger dauði en sú vatnsgrautareilífð.“ Líkingin er mjög snjöll, og viðvörunin og eggjunin, sem í henni felst, á erindi til vor enn i dag og það báðum megin hafsins. Þeim, sem þannig kennir, býr mikið í hug. Hér var um það að ræða að koma ágætuin landa voruin, Barða G. Skúlasyni, fram til kjörs á þjóðþing Bandaríkjanna. Hingað til hafði íslenzkum mönnum þótt ær- inn sómi í því að komast á fylkisþing. Nú skyldi hærra stefnt. Og því ekki það? Hvers konar álög voru það, er gerðu íslend- inga að meðhjálpurum, hreppsnefndarmönnum og fylkisþing- mönnum þegar hezt lét, úr því frændþjóðum vorum, Norður- landamönnum, varð ekki skotaskuld úr því að brjóta sínum mönnum leið inn í sjálfan Kongressinn? Ekkert annað en vanmat sjálfra þeirra á sjálfum sér, sundurlyndi og öfugugga* háttur. Hér talaði maður, sem var harðsækinn liðsmaður í pólitískum flokki. En hann gat átt það til að kjósa pólitískan andstæðing sinn, vegna þess að hann var Islendingur og vegna þess að hver íslenzkur kosningasigur var örvun fyrir sjálfs- traust og sjálfsvirðingu kynþáttarins, fyrirheit um betri framtíð. Rögnvaldur Pétursson var engan veginn einn um það að eggja landa sína til .framsóknar, þótt fáir væri honuin jafn- snjallir að túlka það mál. Það var líka engin vatnsgrautartil- vist, sem forvígismenn Islendinga austan hafs og vestan boð- uðu löndum sínum á árunum upp úr aldamótunum og fram að heimsstyrjöld hinni fyrri. Hér heima færðist þjóðarnietn- aður og framsókn i aukana með vaxandi fjárstyrk og fram- kvæmdum um verkleg efni. Sjálfstæðisbaráttan og sú þjóíí- lega vakning, er henni fylgdi, kynti hér fast undir. Það ei

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.