Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 30

Andvari - 01.01.1948, Side 30
26 Þorkell Jóhannesson ANDVAIU að landar vorir vestra hafi helgað sér í sjálfs sín augum og meðborgara sinna fýllst og fremst þegnrétt sinn í þjóðafélagi Kanada. Hitt er jafnvíst, að út úr þeirri eldraun komu þeir með sterkari og næmari tilfinning fyrir þjóðerni sínu, aukið sjálfstraust og trú á mátt sinn til samtaka og samstarfs um allt, sem verða mætti til styrktar og framdráttar þjóðlegri einingu kynstofnsins, þrátt fyrir allt, sem á milli kynni að bera i dægurmálum. Fullnaðarsigur Islendinga í sjálfstæðisbarátt- unni 1918 með stofnun og viðurkenningu sjáll'stæðs þjóðrikis á íslandi varð og efalaust hinn mesti styrlcur löndum vorum vestra, er nú höfðu á sinn hátt fullkomlega tryggt þegnrétt sinn í þjóðafélaginu mikla. Þannig varð Þjóðræknisfélag Islendinga i Vesturheimi stofnað árið 1919. VI. Árið 1912 kom síra Rögnvaldur til íslands í fyrsta skipti eftir „herleiðinguna miklu“, eftir 29 ár. Sú för var harla affaramikil og hafði djúp áhrif. Leið sína lagði hann um England til Jót- lands um Kaupmannahöfn og Svíþjóð, allt til Uppsala, og því næst til íslands. Þetta var í rauninni pílagrímsför, leiðin lögð uni ýmsa hina fornhelgustu staði norræna kynstofnsins. Hin mikla söguþekking hans kom honum hér vel að haldi og þá ekki sízt þekkingin á íslenzkum fræðum, er hann var þá þegar vel kunnugur orðinn. En það voru ekki aðeins hinar öldnu raddir i safni Árna Magnússonar og frá hinu forna helgisetri Ása við Fýrisá, sem til lians töluðu á þessum fornhelgu slóðum, Nútiminn hafði líka sína sögu að segja um þrek og skapandi mátt hins norræna lcyns á nýrri öld. Á Riddarahólminum i Stokkhóhni tekur hann sér í munn kjörorð Gustavs Adolfs II.: „.Svíþjóð fyrst1 — Norðurlönd fijrst. Óskandi væri, að hver norrænn maður vildi taka þau orð af konungsvöruin og gera þau að sinni helgustu játningu í lífi og dauða.“ I Upp- sölum minnist hann Rraut-Önundar, hins ágætasta konungs af Ynglingaætt: „Þeir, sem brjóta vegu og byggja ónumin lönd, eru fjörgjafar og frelsarar þjóðanna “ Og kveðja hans lil Norð-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.