Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 31

Andvari - 01.01.1948, Page 31
ANDVARI Rögnvaldur Pétursson 27 urlanda er á þessa leið: „Áður voru mér öll Norðurlönd kær; nú eru þau mér sannheilagur staður •— Svo er förinni haldið áfram heim til íslands. Hér batt hann fasta tryggð við frændur og vini, er hann hafði ekki átt kost á að hitta fyrr. í Reyltjavík kvnntist hann nokltuð ýmsum nafn- kenndum mönnum, svo sem Þorsteini Gíslasyni, Jóni Ólafs- syni, Benedikt Þórarinssyni, Tryggva Gunnarssyni, Hannesi Hafstein, Þorsteini Erlingssyni og Haraldi Níelssyni. Þessir menn gátu frætt hann urn allt, sem hann vildi vita um það, hvert íslendingar stefndu í verklegum og andlegum efnum. Hið glöggskyggna auga athafnamannsins gat vel greint annmarkana á verklegri menningu landsmanna. Honum hlæddi í augum stritið og vinnuvélaskorturinn. En ónotuðu möguleikarnir, sem hann eygði hvarvetna, voru ekki aðeins merki um van- mætti, þeir voru líka fyrirheit um mikla framtíð, þegar þjóð- inni gæfist kostur til þess að hagnýta þá. í andlegu lífi þjóð- arinnar var gróandi, sterkir stofnar, þótt enn væri gróðurinn í strjálla lagi. Hann flutti messu í fríkirkjunni í Reykjavík. Meðal kirkjugesta var Haraldur Níelsson. „I huga hans er hinn kristni trúarbragðafélagsskapur mannanna eitt — cills- herjarkirkjan —, trúflokkarnir mismunandi, eins og kirkj- urnar mörgu ineð ýmissi lögun eru byggingarstíllinn. Það var til allsherjarkirkjunnar, hins almenna trúarsamfélags mann- anna, að hann kom — að líkindum sá eini, er þar var.“ Þessi eini, áhrifamesti kennimaður þjóðarinnar, var að vísn á við heilan söfnuð! í þessurn orðum um Harald Nielsson sér hilla undir hugsjónina um sameinaða islenzka kirkjufélagið, sem i’ætast átli 10 árum seinna, að nokkru með tilstyrk lærisveina Haralds Níelssonar. í rauninni var það annar höfuðtilgangur hans með þessari ferð, er farin var með ráði leiðtoga ameriska únitarasambandsins, að kynna sér hina frjálslyndu kristin- dómsstefnu á íslandi og athuga möguleika á að fá kennimenn héðan vestur. Hafi hann ekki fundið að þessu sinni nema einn vin allsherjarkirkjunnar, varð honum að duga si'i vissa, uð þessi eini var á við marga, enda reyndist hann svo.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.