Andvari - 01.01.1948, Síða 39
andvabi
Högnvaldur Pétursson
35
þar sem andstæðar skoðanir og hagsmunir rekast á, lijaðnaði
með árunum. Munu og fáir íslendingar vestra hafa notið óskor-
aðri virðingar en hann, áður lyki.
Sumarið 1937 dvaldist síra Rögnvaldur síðast á íslandi, ásaint
konu sinni. Vann hann þá að því að ganga frá prentun síðasta
bindis af Andvökum Stephans G. Steplianssonar og undir-
búningi að útgáfu rita hans í óhundnu máli. Þetta sumar varð
hann sextugur. Heilsa hans var þá heldur tekin að bila, en þó
væntu vinir hans, að enn væri góð stund til stel'nu. Nóg voru
verkefnin og áhugamálin mörg, og andlegt þrek og fjör með
öllu óbilað. En þetta fór á aðra leið. Hann andaðist eftir nokkra
vanheilsu að heimili sínu í Winnipeg, 30. jan. 1940. Þar hné
til moldar einn mikilhæfasti íslendingur sinnar samtíðar,
niaður, sem í öllu ævistarfi sínu hafði horið fyrir brjósti heill
°g lieiður þjóðar sinnar, þótt forlögin dæmdi honum að dvelj-
ast lengstum i framandi landi. Æviraun hans og æviþrá, sem
hér hefur af vanefnum rninnzt verið, hefur Stephan G. Stepli-
;>nsson lýst snilldarlega í kvæði til hans 1919, og skal það
verða ályktarorð þessa máls;
Neinn sem harn var horinn frá
brjóstum sárum þínum
hafði meiri mætur á
móðurarfi sínum.