Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 95

Andvari - 01.01.1948, Side 95
ANDVARI Verklýðsmál á Islandi árið 1771 91 ekki hálfs misseris björg og ekki nærri jafnvægi þeirra fisks og lýsis, sem þeir talca frá sér og sínum börnum og láta í kaup- stað, neyðast so til að kaupa og stundum lána af þeim riku í molatali og uppsettum taxta, so allt hnígur að aumingjans ör- byrgð, og mega oft og tíðum sitja með svangan maga. Fátækum ofbýður að tala um sumra hvorra lireppstjóra vesen og ráðlag; nær þeir eiga að gjöra sín embættisverk, moka þeir saman fátækra tíundum og látast gjöra það þeirra vegna, en fátækir, sem við þeim eiga að taka, oft og tíðum eins eftir sem áður á bónbjörgum. Sumar tíðir eru þeir eins settir niður hjá þeim, sem láta úti sína tíund, sem hinum, er ei láta þær til. Þá verkfærustu setja hreppstjórar hjá sér, en hina þyngstu ómaga hjá bændum. En hvað af sveitapeningum verð- ur, hvort þeir koma allir til skila fátækum til nota, er meira tvíl. Ekki vita menn, hvort hreppstjórar gjöra sínum yfir- völdum nokkurn reilcning fyrir þá eður ei. Item eru þeir ríkustu teknir til hreppstjóra. Af því þeir eru rikir, nægir það, þó þeir séu mörgum fátækum heimskari. Af öllu þessu áður upptöldu er þeirra fátæku og áður sltrif- aðra hjartanleg bón, að háeðla Hr. Commissarii vildu álíta þessara nauð og þrenging og unna umbótar með góðri lag- færingu og reglulegri niðurskipan oftnefndum öreigum til góða, einnin antaka þennan memorial í beztu meining og vorkenna, þó ei séu þeirra nöfn undir skrifuð, sem af ótta fyrir hinum þora það ei, heldur slútta með fóðurlandsins nafni, forbliv- andi með blessunarríkum fyrirmælum háeðla Hr. Commissarior- um auðmjúkir undirdanar og þénarar. Datum 16. aprilis 1771. íslands fátæklingar.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.