Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 88
86
Gerhey
Andvari
heyflyksur, sem eru orðnar að koli. Þar hefir eldurinn
ekki náð að brjótast út vegna loptleysis og þrýstings.
Ráð til að kæfa hita í heyjum er að fergja þau (sæt-
hey). Annað ráð er að láta standa svo mikið vatn á
heyinu, að það geti ekki hitnað nema að vissu marki
(súrhey, vothey). Við þá aðferð, sem hér er um að
ræða, gerheyið, er vatnið ekki látið standa á heyinu,
heldur látið síga burt, en hæfilega miklu vatni allt af
bætt í það, svo að hitinn fari aldrei yfir ákveðið mark.
Reynslan bendir til, að heyið verði því betra, sem gerðin
fer fram við lægra hitastig. Síðast liðið sumar er mér
sagt, að á Loptsstöðum hafi verið reynt, vegna vatns-
leysis, að láta ekkert vatn í heyið. Heyið reynist illa,
en mér er ekki kunnugt, í hverju það liggur eða hvernig
heyið er.
Allir, sem með súrhey hafa farið, vita, hvað það er
misjafnt, hvernig það verkast. Þessi galli við verkunina
getur varla legið í öðru en mismunandi gerð, eftir því,
hvort það eru góðir og heppilegir gersveppir, sem ráð-
andi eru við gerðina, eða vondir. Að þessu geta verið
áraskipti, eins og gefur að skilja, eftir ýmsum aðstæðum
í náttúrunni, þar sem gerðin fer ekki fram með neinum
ákveðnum gersveppum, heldur að eins þeim, sem í hey-
inu sjálfu eru, þegar það er látið í tópt. En aðalgalli
súrheys er sá, að skepnur verða ekki alnar á því ein-
göngu. Gerhey þolist aftur á móti vel eingöngu. Nú er
einn aðalmunur á gerheyi og súrheyi, súrinn. Það ligg-
ur því hendi næst að leita þar að sökinni fyrir því,
hvað súrheyið þolist illa. Það getur þá verið, að
skepnan þoli illa súrinn. Eins er hugsanlegt, að önnur
efni myndist við þessa súru gerð, sem skepnan þolir
illa, eða þá, að það er gerla- og sveppgróðurinn sjálfur,
sem þarmar skepnunnar eru viðkvæmir fyrir.