Menntamál - 01.12.1949, Síða 70
192
MENNTAMÁL
sem kynna sér starfsemi skólanna og heimsækja þá við
og við. Við umræður kom í ljós, að félög þessi þóttu gefast
misjafnlega og var jafnvel mál sumra, að slík foreldra-
ráð ættu það til að vilja fá stjórn skólanna um of í sínar
hendur, en þá er sæti skólastjóra og kennara vitanlega
vandsetið. Vitanlega höfðu kennarar margar sögur að
segja um lítt heppnað samstarf við foreldra, enda skiljan-
legt, þar eð margir þeirra hafa nú eftir styrjöldina allt of
fjölmenna bekki sakir kennaraskorts og ónógs húsrýmis.
Ungur enskur kennari hóf umræður um frjálsar íþrótt-
ir í skólum. Ræddi hann allmjög ágæti þeirra, einkanlega
taldi hann andleg áhrif þeirra mikil og góð og keppni milli
nemenda í flestum tilfellum nauðsynlega. Hygg ég að hann
hafi mælt fyrir munn margra ungra Breta. Erlendir
kennarar margir, og þó einkum hinir eldri brezku kennar-
anna, risu upp til andmæla. Töldu þeir ofskipulagningu
leikja í brezkum skólum mikið mein og töldu þátt kenn-
ara og þjálfara þegar langt um of mikinn. Einnig bentu
þeir á þá staðreynd, að þegar skólagöngu lýkur, veljast
oftast beztu íþróttamennirnir til nokkurs konar atvinnu-
mennsku, en hinir gerast áhorfendur og veðja um methaf-
ana. (Þetta virðist því miður vera allkunn staðreynd og
minnist ég þess að hafa lesið hið sama í einni af bókum
skátaforingjans Baden Powels.)
Rætt var um byrjendakennslu í esperanto og í sambandi
við það höfð sýnikennsla, er frönsk kennslukona annaðist.
Var áherzla lögð á fjölbreytni í kennslunni og það að æfa
málið til sem fjölbreytilegastrar notkunar, þ. e. að tala,
lesa og skrifa. Einkum var lögð mikil áherzla á talmálið,
enda sá þáttur oft vanræktur í kennslu framandi mála.
Þótti mér þetta hið fróðlegasta, þar eð ég hafði aðeins
kynnzt fábreytilegum aðferðum í kennslu mála áður.
Að síðustu vil ég svo drepa á umræðuefnið: Bréfavið-
slcipti skólanna. Efni þetta var mikið rætt á fundi kenn-
ara, sem haldinn var í sambandi við þing esperantomælandi