Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 3
menntamál.
XXVII. 2.
APRÍL—DESEMBER.
1954.
Herra Ásgeir Ásgeirsson forseti
sextugur.
Það var vorið 1919, að ég sá Ásgeir Ásgeirsson í fyrsta
sinn. Ég var þá á Þingvöllum í hópi ungra manna og átti að
starfa í fræðslumálanefnd, sem þar var skipuð, en formað-
ur hennar var Ásgeir Ásgeirsson. Mér er það enn minnis-
stætt, hve ég, og ég held við allir, urðum þá snortnir af per-
sónu þessa unga og glæsilega manns, og jafnframt heillað-
ir af framkomu hans allri og tillögum. Hann mun þá líka
hafa haft þar mest til brunns að bera, kandídat í guðfræði
og nýkominn heim frá framhaldsnámi á Norðurlöndum. Ég
hygg, að við allir höfum þá þótzt sjá það, að þarna væri
glæsilegt mannsefni á ferð, sem síðar mundi koma all-
mjög við sögu, ef að líkum léti.
Það var því með engum semingi, að við samþykktum
hann til að verða í kjöri til alþingis fyrir Vestur-lsafjarð-
arsýslu haustið 1928. Ekki óskaði hann þess að fyrra
bragði, heldur við, nokkrir hinna yngri manna í sýslunni.
Mun kosningahríð sú, er þá fór í hönd, verða okkur öllum
ógleymanleg. Svo skelegg var hún, skemmtilega drengileg
og sigursæl. Já, svo sigursæl, að engum andstæðingi tókst
að fella hann frá kosningu í 80 ár, eða meðan hann leitaði
þar eftir kjöri. Því mátti með sanni segja eins og forðum:
Hann kom, sá og sigraði. Og þannig hefur það jafnan
verið. Ásgeir Ásgeirsson hefur ætíð verið sigursæll. Þess
vegna situr hann nú í forsetastól á íslandi.
Ásgeir Ásgeirsson er fæddur að Kóranesi á Mýrum 13.
maí 1894. Foreldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson kaup-