Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 95
MENNTAMÁL
129
hið „úrelta“, brezka reikningskerfi, eins og sumir orðuðu
það, og mun það rétt vera. Engu að síður ná þeir víða
ágætum árangri, og er t. d. leikni nemenda í hugareikn-
ingi, bæði á barna- og unglingastigi, alveg stórfurðuleg
að dómi íslenzkra kennara. — Hjálpartæki eru þar mörg
og góð, eins og í öðrum greinum.
Vinnubókakennsla er víða töluverð, en nokkuð á ann-
arri línu og yfirleitt lakari en á Norðurlöndum. Myndir
hinna fjölmörgu blaða eru mikið notaðar í skólastarfinu.
Verða þá m. a. oft til stórar flokkavinnubækur. Landa-
kortastimpla sá ég allvíða, og munu þeir töluvert notaðir.
Skrift og teikning eru í frjálsu formi, eins og fleira.
Oftast er teiknað eftir hugmyndum, og nota nemendur
elztu deildanna mikið duftliti, sem virðast mjög í tízku
í Bretlandi. — Víða binda menn sig ekki við nein ákveðin
skriftarkerfi. Annars staðar er það þó gert, t. d. í London
og nágrenni. Þar er mjög útbreitt hið svo nefnda Marion
Richardson kerfi, sem „formskriftin" norska er sniðin
eftir. Er sú skrift sambland af prent- og skrifstöfum og
mundi af flestum hér talin fremur ljót. Skriftarleikni
barnanna var víðast hvar góð, og í sumum skólum með
ágætum. Minnist ég Nottingham sérstaklega í því sam-
bandi.
Kviltmyndir eru töluvert notaðar á þessu stigi, en kenn-
urum bar þó yfirleitt saman um, að skuggamyndavélin
væri enn betra tæki í þágu kennslunnar. Hver einasti
skóli á slíka vél, eina eða fleiri, og fjölþreytt filmusafn,
sem kennarar nota sér vel. Eru ógrynni framleidd af slík-
um kennslufilmum varðandi allar námsgreinar, og verðið
furðu lágt. íslenzkir skólar þyrftu sem fyrst að eignast
þessi litlu, hentugu kennslutæki.
Þá er útvarpskennsla mjög algeng og þaulskipulögð.
Stórglæsileg kennsluhefti, með fjölda litmynda, eru alltaf
öðru hverju send til skólanna í því sambandi.
Niðurlag næst.
9