Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL
47
ró og jafnvægi. Enginn veit, hvenær sá tími kemur. En
hitt mega allir vita, ef þeir aSeins hugsa út í það, að því
aðeins fáum við nóg af góðum nemendum í kennaraskóla
og vel mannaða kennarastétt í landinu, að kjör kennara
og aðstæður séu sambærilegar við það, sem býðst á hverj-
um tíma á öðrum sviðum athafnalífsins í landinu. Þetta
virðist mér svo augljóst, að ekki verði móti mælt. Þetta
hefur kennarastéttin líka gert sér fyllilega ljóst. Sjálf
hefur hún orðið að heyja sína hagsmunabaráttu frá fyrstu
tíð, og sennilega linnir þeirri baráttu aldrei, meðan nokk-
ur kennarastétt er til.
En þetta er þó ekki nema annað af tvennu, sem þarf til
þess að bægja frá þeirri hættu, sem ég nefndi áðan, þeirri
hættu, að kennarastétt landsins hnigni og hraki vegna
þess, að önnur starfssvið hrifsi til sín alla þá, sem mestur
er töggurinn í. Hitt, sem með þarf, er að mínum dómi
það, að í Kennaraskólann og síðar í kennarastéttina velj-
ist menn og konur, sem ekki hafa það — og það eitt —
fyrir augum, að með því móti er hægt að hafa í sig og á.
Við þurfum hingað fólk, sem ekki er eingöngu í at-
vinnuleit, fólk, sem kemur með áhuga á kennarastarfi,
skilning á því, hversu mikilvægt það er, og löngun til
þess að inna það starf af hendi til gagns og blessunar
fyrir land og lýð, hvort sem fyrir það greiðist krónunni
meira eða minna.
Ef þið, nemendur, ættuð að svara því hreinskilnislega,
til hvers þið eruð hingað komin í þennan skóla, þá býst
ég við, að svar ykkar flestra yrði eitthvað á þá leið, að
hingað væruð þið komin til þess að öðlast þá menntun,
sem krafizt er til þess að fá kennararéttindi. Og vissu-
lega væri það svar gott og gilt. En við það vil ég bæta
þeirri athugasemd og áminningu, að til þess að ná því
marki vel og sómasamlega þurfið þið að leggja ykkur
fram, beita sjálf ykkur hörðu, sýna í öllum hlutum ár-
vekni, kostgæfni og samvizkusemi. Að öðrum kosti verð-