Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 65
MENNTAMÁL
99
jöfnum tækifærum til menntunar og leitar að hlutlægum
sannindum og í trú á rétt manna á frjálsri miðlun á hugs-
unum og þekkingu, ákveða aðildarríki að reglugerð þess-
ari að auka og þróa samskipti milli þjóða sinna, svo að
þær skilji hver aðra betur og öðlist fyllri og sannari þekk-
ingu á lífsháttum hver annarrar. Með henni skal komið
á fót stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir uppeldi, vísindi
og menningu til þess að ná, með samvinnu allra þjóða á
áðurgreindum sviðum, alþjóðlegum friði og hamingju
manna, en vegna þessara markmiða skipuðu SÞ sér sam-
an, og eru þau boðuð í sáttmála þeirra.
Úr reglugerð UNESCO.
1. kafli. Markmið og viðfangsefni.
1. Markmið stofnunarinnar er að vinna að friði og
öryggi með því að efla samvinnu þjóðanna um uppeldi,
vísindi og menningu til þess að efla almannavirðingu fyrir
rétti og réttlæti, mannréttindum og frelsi, er þjóðir jarð-
ar skulu njóta án greinarmunar vegna kynþáttar, kyns,
tungu eða trúar, svo sem á er kveðið í sáttmála SÞ.
2. Stofnunin hyggst ná þessum markmiðum með því
a) að efla þekkingu og skilning þjóða í milli, með því að
styðja með öllum ráðum að menntun alþýðu og mæla með
alþjóðlegum samningum, sem þurfa þykir til þess að
greiða fyrir frjálsri miðlun hugsana í orðum og myndum,
b) að efla alþýðumenntun og vinna að útbreiðslu
menningarinnar með samvinnu við einstök aðildarríki um
þróun uppeldismála þeirra, er þess óska, með samvinnu
þjóða að því, að sú hugsjón rætist, að allir njóti jafnra
tækifæra til menntunar án greinarmunar vegna kyn-
þáttar, kyns eða nokkurs efnahagslegs eða félagslegs
greinarmunar, með því að benda á uppeldisaðferðir, sem
temja æskulýð heimsins þá ábyrgðarvitund, sem frelsi
krefst,