Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 122
156
MENNTAMÁL
er vísindamenn okkar afla. Þó má vera, að enn verði spurt:
„Er sá erlendi maður ekki leikmaður eða fúskari í ein-
hverjum gutlvísindum, sem leggur til, að vísindamenn
hagi tíðast svo máli sínu, að aðrir menn skilji þá?“ Nei,
svo er ekki. Hann heitir J. L. Synge og er kennari í kjarn-
eðlisfræði við háskólann í Dublin, en bókin heitir „Science:
Sense and nonsense," J. Cape, London 1951.
Br. J.
Ólafur Gunnarsson: Hvað viltu verða?
Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík, (1954)
2+99 hls.
Rit þetta er gefið út að tilhlutun fræðsluráðs Reykjavík-
ur, en höfundur byrjar formála með þessum orðum: „Þetta
kver er einkum ætlað unglingum, sem eru í þann veginn
að Ijúka skólanámi og hafa ekki ákveðið, hvað gera skuli
að ævistarfi.“
Atvinnulíf er nú svo margþætt orðið, að allir unglingar
eiga fjölmarga kosti fyrir höndum, er þeir velja sér at-
vinnu eða ævistarf, en miklu skiptir, að vel takist. Kemur
þar hvort tveggja til, að starfið láti manni vel og sé líf-
vænlegt. Með frændþjóðum vorum er atvinnulíf og verk-
skipting enn fjölbreyttari en á Islandi, enda leggja þær
mikið kapp á að leiðbeina ungmennum um stöðuvalið.
Vinna að því sérfróðir menn, er starf þeirra ýmist stutt
og kostað af almannafé eða þeir lifa af greiðslum frá
þeim, er ráð sækja til þeirra. Þetta starf er allt á byrjunar-
stigi hér á landi, en allmikið hefur verið um þessi efni
ritað, og má segja hér sem oftar, að orðin séu til alls fyrst.
Bæklingur Ólafs Gunnarssonar er fyrsta ritið, á okkar
máli, sem eingöngu er helgað efni þessu. Hann gerir þar
nokkra grein fyrir helztu atvinnuvegum, lýsir stuttlega