Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 53
MENNTAMÁL
87
Rantzau til Magnúsar amtmanns Gíslasonar, dagsett 5.
dag maímánaðar 1759 í Kaupmannahöfn .. í bréfi þessu
er ekki getið um tillögur Jóns Þorkelssonar. Athyglisvert
er það, að bréfið er undirritað í Kaupmannahöfn á dánar-
dag Jóns Þorkelssonar.
Næst er að geta hugmyndar Jóns um „að stofnað sé í
landinu typtunarhús fyrir ónytjunga, börn (þeirra), þjófa
og flakkara“. Af þessu má glöggt sjá, að hugmyndin um
drykkjumannahæli, hæli fyrir þá, sem vanrækja að gefa
með börnum sínum, hæli fyrir vandræðabörn o. fl. er
200 ára gömul.
Enn er það tillaga Jóns, að athugað yrði „hvernig tök
væri á að fá nýtar bækur fyrir bærilegra verð en hingað
til, betur innbundnar og sléttaðar.“
Ein uppástunga Jóns var sú, að stúdentar fengju ríf-
legri styrk frá háskólanum en áður hafði tíðkazt, til þess
að þeir gætu notið námsins betur og orðið nýtari menn
fyrir land og þjóð.
Þá má benda á þá tillögu Jóns, að íslenzkir biskupar
hættu að sækja vígslu til útlanda, þar eð tveir biskupar
væru í landinu, gæti „annar biskupinn vígt hinn í land-
inu sjálfu, eftir að hann hefði verið tilkvaddur af kon-
ungi“. Með þessu mátti spara mikið fé og fyrirhöfn, enda
var þetta að geði landsmanna. Var þessi tillaga undanfari
lagasetningar um tvo vígslubiskupa í landinu, sem var
ekki sett fyrr en árið 1909.
Margar tillögur Jóns snertu almenn þjóðfélagsmál, svo
sem að hindra, að útlendingar gætu rakað hér saman eign-
um og farið með arðinn út úr landinu og eytt fé og ævi
erlendis.
Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson.
Eitt mesta áhugamál Jóns var endurbætur á latínuskól-
unum. Vegna þeirrar reynslu, sem hann hafði í skóla-
meistarastarfinu um þau bágindi, sem nemendur og skól-