Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 70
104
MENNTAMÁL
kennaraefnis skuli vera allt annað en akademisk á árun-
um 16—18 ára, heldur skuli hún miða að því að þroska
persónuleika hans. Kynni af jafnöldrum, heilbrigður
líkamsþroski og tónlist, ef til vill einnig þjálfun við að
leika sjálfur, syngja eða leika á hljóðfæri, þessir hlutir
allir, sem að mínum dómi eiga að efla samræmdan
þroska manns, eiga að skipa mikið rúm í uppeldi vænt-
anlegs kennara á aldrinum 16—18 ára. Fyrir þessar
sakir sagði ég, að nám undir próf, sem veitir réttindi til
háskólanáms, svo sem hið æðra enska „General Certifi-
cate“ og „bakkaláraeatið franska, væri mörgum til tjóns.
Ungur maður, sem vinnur að slíku námi, hefur vart þrek
né tíma til að rækta þá persónukosti sína, sem að mínum
dómi skipta mestu við menntun kennaraefnis.
Ég vona, að okkur semji um, að hlutverk kennarans sé
að „kveikja í“ og ,,yrkja“. Þá munum við einnig á einu
máli um það, að hvort tveggja hlutverkið skuli eiga sér
stað og tíma. Það skyldi viðurkenna þau með jöfnu mati
í launagreiðslum og með jafnvirtum prófum. Með öðr-
um orðum sagt: Það er jafneðlilegt að bæta við auka-
námsári til að fræðast um börn innan 11 ára eins og að
bæta við einu námsári til þess að auka þekkingu sína á
efnafræði eða eðlisfræði. Þá vænti ég enn, að við séum
sammála um, að kennsla í barnaskólunum veiti raunfræði-
legt efni til að dýpka svo sálfræðilega og uppeldisfræði-
lega þekkingu, að 5—6 ára kennsla í barnaskóla ætti að
geta dugað kennaranum til að öðlast æðra próf í uppeldis-
fræði. Skólarnir eru vinnustofur uppeldisfræðinnar. Ef
við fylgjum aðleiðsluaðferð vísinda 17. aldar, en ekki af-
leiðsluaðferð Platons, þá aflast meginþekking okkar á
barnasálarfræði og uppeldisfræði í skólum. Fyrir þessar
sakir skyldum við sífellt brýna það fyrir barnakennurum,
að þeir geta öðlazt almenna þekkingu í starfi sínu og síðar,
ef svo verkast, lagt stund á háskólanám. En ekki skyldi